Loading...

Á döfinni

Deiliskipulag á Sæborg í Aðalvík

Auglýsing um skipulagstillögu í Ísafjarðarbæ

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 3. maí s.l. að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi:

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Sæborg, Aðalvík, Hornströndum

Jörðin er í Aðalvík, innan Hornstrandafriðlands og tilheyrir svæði F41 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Þar er gert ráð fyrir allt að þremur nýjum frístundahúsum á svæði F41 til viðbótar við þau sem þegar standa. Þessi deiliskipulagstillaga gerir ráð fyrir einu nýju frístundahúsi til viðbótar við þau tvö sem þegar standa á jörðinni. Tillagan liggur frammi á skrifstofum Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, 2. hæð, frá 17. maí til 28. júní 2018 og á heimasíðu sveitarfélagsins: www.isafjordur.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 30. júní 2018 annaðhvort á Ísafjarðarbær, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður eða á netfangið: axelov@isafjordur.is.

Tillagan sjálf og nánari upplýsingar

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2018


Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn miðvikudaginn 23. maí kl. 17.00 á 6. hæð í Borgartúni 30 í Reykjavík, húsnæði Samiðnar. Dagskrá er skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.