Loading...

Mikið rusl tínt Hælavík, Hlöðuvík og Kjaransvík

Mikill fjöldi fólks sigldi með bát Sjóferða og svo gekk fjörur í Hælavík, Hlöðuvík og Kjaransvík í dag. Safnað var saman rusli í fjörum og ósum. Er óhætt að segja að mikið rusl safnaðist. Björgunarfélag Ísafjarðar kom með pramma og fyllti hann af rusli, en þó er um helmingurinn ef eftir í fjörum. Áætlað er að það rusl  sem fór í prammann vikti á bilinu 4-5 tonn.

Nánar ›

Mikið vatn í ám og vötnum á Hornströndum

Jón Björnsson landvörður flaug með Herði Ingólfsyni norður í Hornvík í dag, föstudaginn 6. júní. Horníkin er mjög blaut og hluti tjaldsvæðisins er undir vatni. Hafnarskarð, Kjaransvíkurskarð og Þorleifsskarð eru öll fær en brattir snjóskaflar í þeim. Mjög mikið vatn er í öllum ám enda leysir snjó hratt. Hafnarósinn var langt yfir bakka sýna við Kýrvað. Allur innri hluti Fljótavíkur er undir snjó og krapi á vatninu. Talsverður snjór er í innvíkum að norðanverðu og allt niður að láglendi í Hornvík. Aurskriður geta auðveldlega farið af stað þegar hlánar.

Nánar ›

Mikill snjór á Hornströndum

Landhelgisgæslan flaug með landvörð yfir Hornstrandafriðland fimmtudaginn 5. júní. Mikill snjór er enn á svæðinu og mög blautt er á láglendi. Fjallaskörð eru sennilega orðin fær en allar merkingar, vörður og vegir undir sjó.

Nánar ›

Ályktun frá aðalfundi Landeigendafélags Sléttu – og Grunnavíkurhrepps (LSG)

Á aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps sem var haldinn 26. maí 2014 sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu og Grunnavíkurhrepps (LSG) beinir því til Ísafjarðarbæjar að hann hlutist til um að hefja gerð deiliskipulags í samvinnu við LSG í þeim byggðakjörnum í Friðlandinu sem fjölsóttastir eru af ferðamönnum. Vinna þessi skal hefjast eins fljótt og við verður komið með það að markmiði að a.m.k. drög að skipulagi liggi fyrir vorið 2015. Kostnaður við verkið greiðist af Ísafjarðarbæ.

Nánar ›

Minnisblað Ísafjarðarbæjar um breytingar á friðlandi Hornstranda

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 29. apríl 2014 var formanni umhverfisnefndar, Albertínu F. Elíasdóttur, og bæjarritara, Þórdísi Sigurðardóttur, falið að fara yfir ferðir vélknúinna ökutæja og flugfara á friðlandi Hornstranda. Málið var tilkomið vegna fyrirætlana Norðuflugs að hefja þyrluflug um friðlandið.

 

Minnisblað til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá Þórdísi Sigurðardóttur og Albertínu. F. Elíasdóttur

Nánar ›

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir tillögur að breytingum á Hornstrandafriðlandi

Undanfarið hafa verið umræður um umferð vélknúinna farartækja innan friðlandins á Hornströndum. M.a. bréf Sigurðar Jónssonar til bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar. Í framhaldinu áttu fulltrúar Ísafjarðarbæjar símafund með fulltrúum Umhverfisstofnunar og á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 12. maí var samþykkt að leggja til breytingar á auglýsingu um friðlandið á Hornströndum. Tillögurnar ganga út á að stækka það svæði undan landi þar sem leyfi Umhverfisstofnunar þarf til vegna Mannvirkjagerðar, skerpa á banni við notkun vélknúinna farartækja án leyfis Umhverfisstofnunar og banna flug undir 3.000 fetum, þó megi nota merkta lendingastaði.

Nánar ›

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 26. maí 2014

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður mánudaginn 26. maí 2014 í fundarsal Nýherja hf, Borgartúni 37 Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 17:00.


  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar.
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja endurskoðenda til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

Að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum mun Jón Björnsson landvörður ræða um málefni Hornstrandafriðlands og svara spurningum fundarmanna.