Loading...

Lög Átthagafélags Sléttuhrepps.

  1. Félagið heitir Átthagafélag Sléttuhrepps. Heimili þess er í Reykjavík.
  2. Tilgangur félagsins er að viðhalda kynnum fyrrverandi íbúa Sléttuhrepps og afkomenda þeirra sem búsettir eru aðallega á suðvestur horni landsins.  Ennfremur að viðhalda tengslum við átthagana.
  3. Tilgangi þessum hyggst félagið ná með fundarhöldum, skemmtisamkomum, hópferðum og annarri starfsemi, sem henta þykir.
  4. Rétt til inngöngu í félag þetta hafa þeir, menn og konur, sem fædd eru, eða búsett hafa verið í Sléttuhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu, afkomendur þeirra og tengdafólk.
  5. Stjórn félagsins skipa 6 menn: Formaður, gjaldkeri, ritari og 3 meðstjórnendur.
  6. Aðalfundur skal haldinn árlega í janúar og skal boða til hans með minnst 2ja vikna fyrirvara. Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið.
    Dagskrá aðalfundar er:
    1. Skýrsla stjórnar.
    2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykkis.
    3. Kosning formanns.
    4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda.
    5. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga.
    6. Ákvöðun tekin um árgjald félagsins.
    7. Önnur mál.
  7. Fundum félagsins stjórnar fundarstjóri, sem kosinn er í byrjun hvers fundar.  Ritari bókar allar fundargerðir í gjörðarbók og gjaldkeri heldur reikningabók og hefur undir höndum sjóði félagsins. Formaður sér um kosningu fundarstjóra.
  8. Formaður boðar til funda og séu þeir boðaðir skriflega með minnst viku fyrirvara.
  9. Stjórn Átthagafélags Sléttuhrepps  er heimilt að starfrækja Minningarsjóð Staðarkirkju. Tilgangur sjóðsins er að halda við eignum í umsjá félagsins. Stjórn skal gera grein fyrir rekstri sjóðsins á aðalfundi.
  10. Lögum þessum verður einungis breytt á aðalfundi.  Tillögur að lagabreytingum skulu sendar út með aðalfundarboði.

Lögum síðast breytt á aðalfundi 26. janúar 2014.