Loading...

Forsíða

Endurskoðun á sérreglum Hornstrandafriðlands

Umhverfisstofnun áformar að leggja fram tillögur að breytingum á tveimur af 15 sérreglum sem settar eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019.

Annars vegar á sérreglu 2 sem fjallar um kvikmyndatöku og ljósmyndun. Áformað er að bæta við færa umsóknarfrest um drónaflugs og kvikmyndatöku þannig að hann verði 30. mars ár hvert í stað 30. maí. Sem og takmarka fjölda leyfa í myndatöku við greni í Hornvík við 2 leyfi.

Hins vegar er lögð til breyting á sérreglu 10 um lendingar á flugvélum. Með breytingu er skýrara að landeigendur eru undanskildir banni við lendingum á eigin landi. Setningin „Landeigendum er heimilt að lenda á sínu landi.“  verður „Undanskilið banninu eru ferðir
landeiganda sem lenda á sínu landi eða eða aðila á þeirra vegum sem sinna eftirliti og viðhaldi eigna eða flutningi á vistum og birgðum vegna nýtingar og viðhalds eigna.


Sjá nánar bréf til landeigenda

Nánar ›

Aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps frestað aftur

Aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps hefur verið frestað enn á ný. Upphaflega stóð til að halda hann í lok maí. Vegna Covid19 var honum frestað til 3. september, en nú hefur stjórn ákveðið að fresta honum aftur. 

 

Verður aðalfundurinn boðaður með tveggja vikna fyrirvara þegar ástandið fer að batna.

Messukaffi aflýst

Stjórn Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík hefur ákveðið í samráði við Áskirkju að aflýsa messu og messukaffi Átthagafélagsins sem átti að halda 17. maí. Er það gert vegna þess að þeirra takmarkana sem eru í gildi vegna COVID-19 faraldursins.

Í haust er ráðgert að efna til afmælishátíðar og verður hún auglýst betur síðar.

Messuferð í Aðalvík 2019

Átthagafélög Sléttuhrepps standa fyrir messuferð í Aðalvík laugardaginn 29. júní 2019. Messað verður í Staðarkirkju kl. 14 og er boðið upp á kaffi í prestsetrinu að messu lokinni. Slegið verður upp balli í skólanum um kvöldið.

Prestur verður séra Magnús Erlingsson og organisti Sunna Karen Einarsdóttir.

Bátur með prestinn fer frá Ísafirði um kl. 9 með prestinn og eru örfá sæti laus. Báturinn fer til Ísafjarðar að loknu balli um kl. 22:30. Boðið verður upp á ferðir til og frá Látrum ef áhugi er á. Að öðru leiti er bent á að áætlanaferðir eru frá Ísafirði á fimmtudögum kl. 16:00 og frá Aðalvík á sunnudögum kl. 16:00.

Nánari upplýsingar má fá í tölvupósti reykjavik@slettuhreppur.is