Endurskoðun á sérreglum Hornstrandafriðlands
Umhverfisstofnun áformar að leggja fram tillögur að breytingum á tveimur af 15 sérreglum sem settar eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019.
Annars vegar á sérreglu 2 sem fjallar um kvikmyndatöku og ljósmyndun. Áformað er að bæta við færa umsóknarfrest um drónaflugs og kvikmyndatöku þannig að hann verði 30. mars ár hvert í stað 30. maí. Sem og takmarka fjölda leyfa í myndatöku við greni í Hornvík við 2 leyfi.
Hins vegar er lögð til breyting á sérreglu 10 um lendingar á flugvélum. Með breytingu er skýrara að landeigendur eru undanskildir banni við lendingum á eigin landi. Setningin „Landeigendum er heimilt að lenda á sínu landi.“ verður „Undanskilið banninu eru ferðir
landeiganda sem lenda á sínu landi eða eða aðila á þeirra vegum sem sinna eftirliti og viðhaldi eigna eða flutningi á vistum og birgðum vegna nýtingar og viðhalds eigna.“
Sjá nánar bréf til landeigenda