Loading...

Forsíða

Afmælishátíð Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík festað

Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda afmælishátíð Átthagafélagsins nú í lok ágúst eins og til stóð, þar sem að enn eru að greinast of mörg Covid smit. Þetta delta-afbrigði ætlar að fara illa með okkur.
 
VIð stefnum þó enn á að halda veglega afmælishátíð næsta vor og hlökkum til að hitta sem flesta

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2021

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn mánudaginn 31. maí kl. 20 í sal Flugvirkjafélags Íslands, Borgartúni 22. Salurinn er á 3. hæð og er lyfta í húsinu.

Dagskrá er skv. lögum félagsins:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
 3. Lagabreytingar
 4. Stjórnarkjör.
 5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
 6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
 7. Önnur mál.

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2021

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps verður haldinn kl. 15 sunnudaginn 30. maí í Konnakoti, sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105.

Bílastæðahús eru á Vitatorgi og Stjörnuporti, Laugavegi 94.

 

Dagskrá aðalfundar er:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykkis.
 3. Kosning formanns.
 4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda.
 5. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga.
 6. Ákvöðun tekin um árgjald félagsins.
 7. Önnur mál.

Endurskoðun á sérreglum Hornstrandafriðlands

Umhverfisstofnun áformar að leggja fram tillögur að breytingum á tveimur af 15 sérreglum sem settar eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019.

Annars vegar á sérreglu 2 sem fjallar um kvikmyndatöku og ljósmyndun. Áformað er að bæta við færa umsóknarfrest um drónaflugs og kvikmyndatöku þannig að hann verði 30. mars ár hvert í stað 30. maí. Sem og takmarka fjölda leyfa í myndatöku við greni í Hornvík við 2 leyfi.

Hins vegar er lögð til breyting á sérreglu 10 um lendingar á flugvélum. Með breytingu er skýrara að landeigendur eru undanskildir banni við lendingum á eigin landi. Setningin „Landeigendum er heimilt að lenda á sínu landi.“  verður „Undanskilið banninu eru ferðir
landeiganda sem lenda á sínu landi eða eða aðila á þeirra vegum sem sinna eftirliti og viðhaldi eigna eða flutningi á vistum og birgðum vegna nýtingar og viðhalds eigna.


Sjá nánar bréf til landeigenda

Nánar ›

Aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps frestað aftur

Aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps hefur verið frestað enn á ný. Upphaflega stóð til að halda hann í lok maí. Vegna Covid19 var honum frestað til 3. september, en nú hefur stjórn ákveðið að fresta honum aftur. 

 

Verður aðalfundurinn boðaður með tveggja vikna fyrirvara þegar ástandið fer að batna.