Loading...

Forsíða

Tillögur lagabreytinganefndar um breytingum á lögum LSG

Lagabreytinganefnd hefur lagt fram tillögur um breytingar á lögum LSG.

Tillögurnar varða

 • 3. gr. um að skýra hvaða hagsmuni félagið eigi að gæta
 • 4. gr. um félagsfundi
 • 5. gr. um aðalfundi
 • 6. gr. um lögmæti aðalfundar
 • Færa efni 7. gr. um boðun funda í 4. og 5 gr.
 • 7. gr. (áður 8. gr.) um fundarstjóra
 • 9. gr. (áður 10. gr.) færa texta um lagabreytingar úr greininni
 • 10. gr. (áður 11. gr.) um að félagsmenn séu ábyrgir fyrir að tilkynna breytingar á heimisfangi, netfangi og símanúmeri
 • 11. gr. (áður 12. gr.) um að fundirgerðir skuli birtar á heimasíðu félagsins
 • 12. gr. (áður 13. gr.) um skipan og kosningu stjórnar. Hluti stjórnar kosin á oddatölu ári og hinn hluti á ári sem endar á jafnri tölu. Ekki gerð krafa um að 3 stjórnarmenn komi frá Reykjavík og 2 frá Ísafirði.
 • 13. gr. (ný grein) Framboðsfrestur verði til 15. apríl og í aðalfundarboði komi fram hverjir gefi kost á sér.
 • 14. gr. breyting á félagaskrá
 • 15. gr. um slit á félaginu.

Breytingarnar má sjá í skjali lagabreytinganefndar.

 

Lagabreytinganefnd skipuðu Finnbjörn Hermannsson, Erling Ásgeirsson og Jakob Falur Garðarsson.

Aðalfundur og kynningarfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps

Kynningarfundur 16. maí

Kynningarfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn 16. maí kl. 17 í sal Flugvirkjafélags Íslands í Borgartúni 22. Á fundinum verður m.a. farið yfir

 • Stöðu þjóðlendumála
 • Skipulagsmál, núgildandi aðalskipulag rennur út 2020
 • Stjórnunar- og verndaráætlun

Aðalfundur 23. maí

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn fimmtudaginn 23. maí kl. 20.00 í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 - gengið inn frá Ármúla

Dagskrá er skv. lögum félagsins:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
 3. Lagabreytingar
 4. Stjórnarkjör.
 5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
 6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
 7. Önnur mál.

Tillögur til lagabreytinga frá lagabreytinganefnd verða settar á vef félagsins viku fyrir aðalfund.

Messa og messukaffi Áskirkju 12. maí 2019

Hin árlega messa Átthagafélagsins verður í Áskirkju, sunnudaginn 12. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.

Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félagsmanna og ættingja.

Ræðumaður verður Sveinn Þráinn Jóhannesson frá Bólinu, Sæbóli í Aðalvík.

Kaffið kostar 1.500 kr. á mann. Vinsamlegast greiðið með reiðufé eða hafið kvittun úr heimabanka
Reikningur: 0116-26- 003591, kennitala: 480182-0149.

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2019

Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldið laugardaginn 2. febrúar í veislusalnum Turninum á 7. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði.

Veislustjóri verður Soffía Vagnsdóttir, Sigíður Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu Sigurðardóttur, verður ræðumaður, Sigrún Valgarðsdóttir flytur minni karla og Sveinn Þ. Jóhannesson minni kvenna.
 
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til stjórnar í tölvupósti, netfang reykjavik@slettuhreppur.is, fyrir mánudaginn 28. janúar.

Verðið er kr. 8.000 á manninn. Best er að borga miðann með því að leggja inn á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149 og setja Þorrablót 2019 í skýringu.

Nánar ›