Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2025
Aðalfundur 2025
Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps verður haldinn kl. 15 sunnudaginn 19. janúar í sal Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, Hlíðasmára 19.
Dagskrá aðalfundar er:
- Skýrsla stjórnar.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykkis.
- Kosning formanns.
- Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda.
- Kosning 2 skoðunarmanna reikninga.
- Ákvöðun tekin um árgjald félagsins.
- Önnur mál
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Að loknum aðalfundarstörfum verða sýndar myndir frá vinnuferð síðasta sumars.