Loading...

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 17. janúar 2016

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík var haldinn sunnudaginn 17. janúar 2016 kl. 15. Á fundinum var farið yfir starfsemi og reikninga ársins 2015. Ingvi Stígsson var kosinn nýr formaður, Jónína Vala var endurkjörinn gjaldkeri og Unnar Hermannsson kosinn nýr ritari. Ingvi og Unnar sátu í fyrri stjórn. Fjórir gáfu kost á sér sem meðstjórnendur og hlutu kosningu Bjargey, Stefán og Íris, tvö síðastnefndu komu ný í stjórn. Árgjald var ákveðið 2.500 kr. 

Nánar ›

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 11. janúar 2015

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík var haldinn sunnudaginn 11. janúar 2015 kl. 15. Á fundinum var farið yfir starfsemi og reikninga ársins 2014. Sigríður Helga, Jónína Vala og Ingvi voru endurkjörin formaður, gjaldkeri og ritari. Fimm gáfu kost á sér sem meðstjórnendur og hlutu kosningu Bjargey, Smári og Unnar. Árgjald var ákveðið 2.500 kr. Jón Björnsson landvörður flutti erindi og fjallaði um samstarf, samskipti og tillitssemi í friðlandinu.

Nánar ›

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepp í Reykjavík 26. janúar 2014

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík var haldinn sunnudaginn 26. janúar 2014 kl. 15. Á fundinum var farið yfir starfsemi og reikninga ársins 2013. Stjórn félagsins var endurkjörin án mótframboðs. Árgjald var ákveðið 2.500 kr. Á fundinum var samþykkt breytingartillaga á lögum félagsins sem heimilar stofnaður verði minningarsjóður á vegum félagsins.

Nánar ›

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 13. janúar 2013

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík var haldinn sunnudaginn 13. janúar 2013 kl. 15. Á fundinum var farið yfir starfsemi og reikninga ársins 2012. Stjórn félagsins var endurkjörin án mótframboðs. Árgjald var ákveðið 2.500 kr. Guðríður Þorvarðardóttir sérfræðingur frá Umhverfisráðuneytinu flutti erindi um hugsanlegar breytingar á lagaumhverfi friðlýstra svæða.

Nánar ›

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 15. janúar 2012

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps var haldinn sunnudaginn 15. janúar 2012 kl. 16. Á fundinum fór formaður félagsins yfir starfsemi ársins 2011. Gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins.  Sigríður Helga Sigurðardóttir var endurkjörin formaður, með henni voru kosin í stjórn Bjargey Gísladóttir, Ingvi Stígsson, Jónína Kristinsdóttir, Smári Sveinsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Árgjald var ákveðið 2.500 kr. Sýndar voru gamlar myndir úr fórum Benedikts Magnússonar. Jón Björnsson landvörður Hornstrandafriðlands var með kynningu á Hornstrandafriðlandi.

Nánar ›

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps var haldinn sunnudaginn 16. janúar 2011 kl. 16. Á fundinum fór formaður félagsins yfir starfsemi ársins 2010. Gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins.  Fyrri stjórn var endurkjörin. Árgjald var ákveðið 2.500 kr. Lögum félagsins var breytt þ.a. aðalfundur skal haldinn í janúar og reikningsár félagsins er almannaksárið.  Samþykkt var tillaga stjórnar um að stjórn félagsins skuli vinna að stofnun minningarsjóðs um Staðarkirkju. Erling Ásgeirsson formaður Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps kynnti landeigendafélagið. Sýndar voru myndir frá vinnuferðum og messuferð í Staðarkirkju.

Nánar ›