Fundargerð aðalfundar Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2018
Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík, haldinn sunnudaginn 21. janúar 2018, kl. 15:00 í sal Samiðnar, Borgartúni 6, Reykjavík.
Ingvi Stígsson formaður, setti fundinn og stakk upp á Finnbirni Aðalvíkingi Hermannssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri tók síðan við fundarstjórn og stakk upp á Unnari Hermannssyni ritara félagsins sem fundarritara en þar sem Unnar var fjarverandi var stungið upp á Bjargeyju G. Gísladóttur meðstjórnanda sem fundarritara og var það samþykkt.
Fundarstjóri lýsti fundinn lögmætan.
1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2017.
Ingvi formaður kynnti stjórn síðasta árs og þakkaði samstarfið. Síðan fór hann yfir störf ársins 2017. Störf
stjórnar voru með hefðbundnum hætti, þorrablót var haldið í Turninum í Firði í Hafnarfirði 28. janúar,
messa og messukaffi var haldið í Áskirkju þann 14. maí og vinnuferð í prestsbústaðinn á Stað í aðalvík var
farin í lok júní. Aðaláherslan var á málningarvinnu í eldhúsið og sýndi formaður myndir frá skrautlegu
litavali fyrri ára. Þakkaði formaður kaffinefnd og þátttakendum í vinnuferð fyrir vinnuframlag sitt.
Formaður hvatti félagsmenn til að hafa samband við stjórn ef þeir hefðu áhuga á að leggja félaginu lið.
Fundarstjóri lagði til að umræða um skýrslu stjórnar væri tekin með umræðu um reikninga félagsins.
2. Reikningar félagsins
Jónína Vala Kristinsdóttir gjaldkeri félagsins fór yfir reikningana. Heildartekjur voru 1.517.762 og gjöld 1.296.295 kr. Gjöld umfram tekjur voru 221.467 kr. Eigið fé 3.729.651 kr. Gjaldkeri fór einnig yfir reikninga kirkjugarðssjóðs, hússjóðs og minningarsjóðs.
Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Fundarstjóri bauð fundargestum að koma með spurningar og gaf orðið laust.
Nokkrar fyrirspurninr komu um vinnuferðina, óskað var eftir ítarlegri upplýsingum hvort ekki hefði verið styrktur veggur í prestsbústaðnum og einnig hvort eitthvað hefði verið gert við skólahúsið. Formaður sagði að bitar hefðu verið styrktir í kjallara prestbústaðar og reykháfur hefði verið réttur af á skólahúsinu, en hann var brotinn. Á skólahúsinu og prestbústaðnum þarf líklega fljótlega að skipta um glugga og hægt verður væntanlega að fá styrk úr húsafriðunarsjóði til þess verks.
Fundarstjóri lagði til að skýrsla stjórnar og ársreikningar yrðu samþykktir og var það gert með öllum
greiddum atkvæðum.
3. Kosning formanns
Ingvi Stígsson gaf kost á sér til áframhaldandi setu sem formanns. Ekkert mótframboð kom og var
framboð hans samþykkt með lófaklappi.
4. Kosning gjaldkera, ritara og þriggja meðstjórnenda.
Aðrir í stjórn gáfu einnig kost á sér til áframhaldandi setu:
Jónína Vala Kristinsdóttir var endurkjörin gjaldkeri á mótframboðs.
Unnar Hermannsson var endurkjörinn ritari án mótframboðs.
Bjargey G. Gísladóttir, Íris Kristjánsdóttir og Stefán Betúelsson voru öll endurkjörin sem meðstjórnendur án mótframboðs.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna.
Ólöf Björnsdóttir gaf kost á sér áfram en Kristín Linda Sveinsdóttir óskaði eftir að hætta sem skoðunarmaður. Í hennar stað var stungið upp á Smára Sveinssyn og voru þau Ólöf kosin sem skoðunarmenn félagsins.
6. Árgjald félagsins
Tillaga stjórnar um óbreytt árgjald, 2.500 kr. var samþykkt samhljóða.
7. Önnur mál.
Gylfi Kristinsson kom um tímasetningu á vinnuferð næsta vor. Ingvi taldi að vegna málningarvinnunnar væri æskilegt að fara ekki fyrr en um mánaðamót júní/júlí. Einnig kom fram að pípulögn þyrfti að laga í eldhúsi áður en eldhúsinnrétting yrði sett upp.
Jónína Vala stakk upp á að stofnuð yrði þorrablótsnefnd eins og verið hefði fyrr á árum, einnig þyrfti að virkja yngra fólkið í félaginu. Hún hvatti fundargesti til að ræða bið börn sín og skyldmenni af yngri kynslóðinni og hvetja þau til að taka þátt í félagsstarfi og jafnvel gefa kost á sér í stjórn. Nokkrar umræður urðu um þetta og voru allir sammála því að bæði þyrfti að yngja upp í stjórninni sem og í félaginu.
Rætt var um ýmis sjálfsprottin verkefni s.s. bókasafnið í skólahúsinu að Sæbóli.
Ólöf Björnsdóttir lagði fram fyrirspurn hvort ekki væri hægt að hafa lykil að kirkjunni í húsum að Látrum. Fram kom að lykill er í öllum húsum á Sæbóli en einungis er lykill hjá Jóni og Matthildi Látramegin. Matthildur benti á að Látrafólk væri nokkuð afskipti hvað varðar ferðir á kirkjuhátíð og aðgengi að þeim húsum sem félagið á, sem eru öll á Sæbóli. Skólahús Látramanna hefði t.d. verið eyðilagt og þar hefði aldrei verið kirkja. Fundarmenn voru sammála um að fela stjórninni að útvega lykla að kirkjunni í öll hús að Látrum.
Ekki voru önnur mál rædd og fundarstjóri gaf formanni orðið.
Ingvi formaður minnti á þorrablótið sem verður þann 17. febrúar. Enn vantar skemmtiatriði og aðila til að flytja minni karla og kvenna og bað hann fundarmenn að láta stjórnina vita ef þeir hefðu hugmyndir um þá sem hefðu áhuga á að taka slíkt að sér. Formaður sleit síðan fundi og bauð fólki að fá sér kaffi og kökur.
Fundi slitið kl. 15:47.