Loading...

Presthúsið á Stað í Aðalvík

Presthúsið á Stað í Aðalvík

1 af 3

Presthúsið á Stað í Aðalvík er í eigu Átthagafélaga Sléttuhrepps.

Presthúsið var byggt árið 1907 og var flutt tilsniðið til landsins frá Noregi. Það stendur á tvíhlöðnum steinsökkli og eru sökklar múrsléttaðir. Húsið er byggt úr 6x6 þumlunga trjám, klætt borðviði að utan, pappa og þar utan yfir er klætt með bárujárni, þakið er klætt með borðaklæðningu, pappa og bárujárni. Að innan eru veggir og loft klædd strikuðum panelborðum og gólf lögð plægðum borðum. Í húsinu eru krosspóstagluggar og einfalt gler. Húsið er nær upprunalegt að allri gerð og fyrirkomulagi.

Bíslag við bakdyr var endurgert 2013.