Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepp í Reykjavík 26. janúar 2014

Sigríður Helga Sigurðardóttir, formaður félagsins, setti fundinn kl. 15:05 og stakk upp á Guðmundi Vernharðssyni sem fundarstjóra - það var samþykkt með lófataki.

Fundarstjóri tók við fundarstjórn.

  1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2013.
    Sigríður formaður fór yfir störf ársins. M.a. þorrablót 27. janúar. Messukaffi í maí. Bygginganefnd. Vinnuferð í byrjun júní. Sálnahlið í lok júní. Messuferð 5. júlí, messukaffi og ball um kvöldið. Góð samvinna við stjórn Átthagafélagsins á Ísafirði. Kirkjugarðsnefnd - þyrfti að slá kirkjugarðinn nokkrum sinnum yfir sumarið. Spurningakeppni átthagafélaga í Reykjavík. Ákveðið að taka ekki þátt 2014. Þakkir færðar öllum sem lögðu félaginu lið á árinu.
    Fundarstjóri óskaði eftir fyrirspurnum úr sal - engar fyrirspurnir bárust.
    Fundarstjóri bar skýrslu stjórnar undir fundinn og var hún samþykkt samhljóða.

  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins.
    Jónína Vala Kristinsdóttir, gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Skoðunarmenn höfðu samþykkt reikningana án athugasemda. Heildartekjur voru 2.211.669 kr. og útgjöld voru 3.065.357 kr. Halli ársins, 853.688 kr., skýrist að mestu leiti vegna kostnaðar við myndina Átthagar. Félagið á rúmlega 300 diska óselda sem ekki eru færðir til eignar. Eignir félagsins á bankareikningum eru 3.025.453 kr. Eignir kirkjugarðarðssjóðs eru 35.840 kr.
    Fundarstjóri bar upp reikninga félagsins og kirkjugarðssjóðs og voru þeir samþykktir.

  3. Kosning formanns.
    Fundarstjóri stjórnaði kosningu.
    Sigríður Helga Sigurðardóttir var endukjörin formaður með lófaklappi án mótframboðs.

  4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda.
    Fundarstjóri stjórnaði kosningu. 
    Endurkjörin með lófaklappi voru Bjargey Gígja Gísladóttir, Ingvi Stígsson ritrari, Jónína Vala Kristinsdóttir gjaldkeri, Smári Sveinsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson.

  5. Skoðunarmenn reikninga.
    Fundarstjóri stjórnaði kosningu.
    Endurkjörnar voru Kristín Sveinsdóttir og Ólöf Björnsdóttir.

  6. Árgjald félagsins.
    Árgjaldið hefur verið 2.500 kr. undanfarin ár og stakk gjaldkeri upp á óbreyttu gjaldi. 
    Var það samþykkt.

  7. Breyting á lögum félagsins.
    Kynnt hafði verið í aðalfundarboði eftirfarandi breytingartillaga stjórnar:
    „Ný gr. er verði 9. gr.
    Stjórn Átthagafélags Sléttuhrepps er heimilt að starfrækja Minningarsjóð Staðarkirkju. Tilgangur sjóðsins er að halda við eignum í umsjá félagsins. Stjórn skal gera grein fyrir rekstri sjóðsins á aðalfundi.
    Núverandi 9. gr. verði 10. gr.“
    Töluverðar umræður urðu um hugmyndina og nokkrar ábendingar komu fram.
    Ábending kom frá fundarmönnum um hægt verði að gefa áheit og að skilyrða framlög við einstakar fasteignir og þá í sér í lagi kirkjuna.
    Vangaveltur um tilgang sjóðsins og hvaða eignir er um að ræða. 
    Nokkrar umræður urðu um nýtingu eigna félagsins.
    Þarf að setja notkunarreglur um eignir félagsins?
    Á að leigja út prestbústaðinn? 
    Á að leigja út skólahúsið? 
    Fundarstjóri lagði til að umræður um notkun eignana færi fram undir önnur mál. 
    Er kirkjugarðurinn á Hesteyri inn í þessu? Já, greinin er það opin. Hægt yrði að gefa fólki kost á að skilyrða framlög til sjóðsins við ákveðnar eignir. 
    Á sjóðurinn að heita minningarsjóður eða áheitasjóður?
    Á að binda heitið við Staðarkirkju?
    Á stjórnin að útfæra reglur fyrir sjóðinn?
    Eftir nokkra umræðu kallaði fundarstjóri eftir skriflegri breytingartillögu. Matthildur Guðmundsdóttir og Jón Freyr Þórarinsson lögðu fram eftirfarandi tillögu um breytingu á 2. málslið nýrrar 9. gr. (tilgangur):
    „Tilgangur sjóðsins verður að viðhalda kirkjunni á Stað í Aðalvík, presthúsinu og kirkjugarðinum á Stað.‟
    Fundarstjóri lagði fyrst fram frávikstillöguna undir atkvæði 8 sögðu já og 21 nei. Frávikstillagan var því felld.

    Fundarstjóri lagði fram tillögu stjórnar óbreytta undir atkvæði. 22 sögðu já - 4 nei. Tillagan var því samþykkt óbreytt.

  8. Önnur mál.
    Rætt um notkun á eignum félagsins. 
    Á að leigja út prestbústaðinn? Ingvi gerði grein fyrir umræðum innan stjórnar. 
    Á að leigja út skólann? Sigríður gerði grein fyrir umræðum innan stjórnar og milli félagana.
    Sigríður formaður hvatti félagsmenn
    • til að taka þátt í verkefnum félagins eða stjórn
    • skrá sig á þorrablótið
    • láta vita af breyttum heimilisföngum og netföngum
    • koma með hugmyndir um einstaklinga til að flytja minni karla og minni kvenna.


Fundi slitið 16:10 og var fundargestum boðið upp á kaffiveitingar að fundi loknum.
Fjöldi fundarmanna var 32.

Fundargerð ritaði Ingvi Stígsson.