Messa og kirkjukaffi í Áskirkju sunnudaginn 19. október
Hin árlega messa Átthagafélagsins verður í Áskirkju sunnudaginn 19. október n.k. kl. 13:00 og kaffi með okkar margrómaða og dásamlega kökuhlaðborði í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.
Ræðumaður verður Kolbrún Friðriksdóttir Hermannssonar, Ystabæ Látrum
Prestur verður sr. Sigurður Jónsson.
Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félagsmanna og ættingja.
Kaffið kostar 2.000 kr. á mann, frítt fyrir börn yngri en 16 ára. Vinsamlegast greiðið með reiðufé eða hafið kvittun úr heimabanka 0116-26-003591, kt. 480182-0149. Posi verður á staðnum.
- Hvar?
Áskirkja, V - Hvenær?
19. október - Klukkan?
13:00 til 16:00