Messuferð í Aðalvík 22. júní 2024

Átthagafélög Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík standa fyrir messuferð í Aðalvík 22. júní næstkomandi.

Sjóferðir sigla kl. 10:30 frá Ísafirði og til baka um kl. 22:30. Komið verður við á Látrum í báðum ferðum. Bókið siglingu sem fyrst.

Prestur verður séra Magnús Erlingsson.

Að lokinni messu verður boðið upp kaffi og kökur í prestbústaðnum og um kvöldið verður slegið upp balli í skólanum við undirleik Húsbandsins.

Skólinn verður opinn allan daginn og gestum er velkomið að borða nestið sitt þar.

Stjórnir átthagafélagana hvetja alla sem ættir eiga að rekja til Sléttuhrepps til að nýta þetta einstaka tækifæri til að koma í dagsferð til Aðalvíkur og njóta samveru með ættingjum og vinum.