Loading...

Forsíða

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2025

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn mánudaginn 19. maí kl. 18:00 í sal Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík, Flugvallarvegi 7, 102 Reykjavík.

Salurinn er á 1. hæð og eru bílastæði fyrir framan hús. Húsið er miðja vegu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða

Dagskrá er skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Björgin þau sungu - afmælismálþing í tilefni 50 ára afmælis Hornstrandafriðlands

Í tilefni þess að 50 ár eru um þessar mundir síðan stofnað var til Friðlands á Hornströndum, efnir Hornstrandanefnd til afmælismálþings á Ísafirði föstudaginn 23. maí, milli klukkan 15 og 18.
 
Á dagskránni eru nokkur stutt erindi og umræður er líta að náttúrufari og þýðingar friðunarinnar á það, til samfélags fólksins og sögu þess sem og skipulags og framtíðarsýnar.
Aðgangur að málþinginu er endurgjaldslaus og öllum heimill. Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Um kvöldið verður efnt til kvöldvöku á Dokkunni þar sem gestum gefst tækifæri á að spreyta sig í þekkingu á Hornströndum í PubQuiz.
 
Nánari dagskrá verður send út mjög fljótlega á viðburðasíðu á Facebook.
 
Hornstrandanefnd er skipuð fulltrúum Landeigendafélags Sléttu – og Grunnavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Náttúruverndarstofnunar.

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2025

Aðalfundur 2025


Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps verður haldinn kl. 15 sunnudaginn 19. janúar í sal Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, Hlíðasmára 19.


Dagskrá aðalfundar er:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykkis.
  3. Kosning formanns.
  4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda.
  5. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga.
  6. Ákvöðun tekin um árgjald félagsins.
  7. Önnur mál


Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar. 

Að loknum aðalfundarstörfum verða sýndar myndir frá vinnuferð síðasta sumars.

Messuferð í Aðalvík 22. júní 2024

Átthagafélög Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík standa fyrir messuferð í Aðalvík 22. júní næstkomandi.

Sjóferðir sigla kl. 10:30 frá Ísafirði og til baka um kl. 22:30. Komið verður við á Látrum í báðum ferðum. Bókið siglingu sem fyrst.

Prestur verður séra Magnús Erlingsson.

Að lokinni messu verður boðið upp kaffi og kökur í prestbústaðnum og um kvöldið verður slegið upp balli í skólanum við undirleik Húsbandsins.

Skólinn verður opinn allan daginn og gestum er velkomið að borða nestið sitt þar.

Stjórnir átthagafélagana hvetja alla sem ættir eiga að rekja til Sléttuhrepps til að nýta þetta einstaka tækifæri til að koma í dagsferð til Aðalvíkur og njóta samveru með ættingjum og vinum.

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2024

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn sunnudaginn 26. maí kl. 17 í sal Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík, Flugvallarvegi 7, 102 Reykjavík. Salurinn er á 1. hæð og eru bílastæði fyrir framan hús. Húsið er miðja vegu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða.

 Dagskrá er skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

 

Á fundinum verður m.a. farið yfir drög að aðgerðaráætlun fyrir Hornstrandafriðland 2024-2028

 

Árleg verkefni:

  • Ástandsmat unnið fyrir svæðið.
  • Almennt viðhald á innviðum svæðisins, s.s. kömrum og gönguleiðum.
  • Viðhald á vörðum.
  • Leitast verði við að halda gönguleðum greiðfærum með viðeigandi aðgerðum.

2024

  • Aðgengi að bryggju á Hesteyri bætt
  • Brýr yfir Hesteyrará
  • Fræðsluskilti við Höfn í Hornvík
  • Fræðslu og varúðarskilti við Straumnesfjall upp af Látrum í Aðalvík og Stekkeyri í Hesteyrarfirði
  • Lagfæring göngustígs við Tröllakamb milli Rekavík bak Hafnar og Hafnar í Hornvík
  • Gönguleiðin milli Hesteyrar og Kjaransvíkur
  • Aðgerðir til að hindra rof vegna ár og sjávar í kringum Læknishús og Búðina á Hesteyri
  • Fluttningur á tjaldsvæði í Fljótavík skoðaður

2025

  • Lagfæring gönguleiðar um Svaðagjá á Hornbjargi
  • Endurnýjun kamra
  • Brattir kaflar í gönguleið milli Atlaskarðs og Hlöðuvíkur
  • Pallur fyrir framan salernisaðstöðu á Hesteyri
  • Breikka göngustíg um Hesteyri
  • Vegpóstar á Sæbóli í Aðalvík
  • Tjaldsvæði í Fljótavík flutt

2026

  • Endurnýjun kamra
  • Brattir kaflar í gönguleið milli Hafnar í Hornvík og Veiðileysufjarðar lagaðir
  • Vegpóstar endurnýjaðir á Hesteyri og svæðinu þar í kring

2027

  • Endurnýja kamra
  • Brattir kaflar í gönguleiðum
  • Fræðsluskilti um Glúmsstaði í Fljótavík

2028

  • Endurnýjun kamra