Aðalvík, Látrar
Straumnesfjall
Frá Látrum er haldið eftir vegi sem lagður var fyrir bandaríska herinn upp á Straumnesfjall. Á gatnamótum liggur önnur leiðin upp á Straumnesfjall en hin liggur út Rekavíkina. Haldið er áfram upp á Straumnesfjallið og gengið eftir því endilöngu. Á leiðinni má sjá eitt og eitt hús. Við Straumnes dal er þyrping af húsum sem sett voru saman úr forsteyptum einingum.
Frá húsaþyrpingunni má ganga niður Öldudal í Rekavík og halda meðfram Rekavíkurvatni á vegspotta sem liggur að Grasdal og eftir honum að Látrum.
Rekavík bak Látur
Frá Látrum er haldið eftir vegi sem lagður var fyrir bandaríska herinn upp á Straumnesfjall. Á gatnamótum liggur önnur leiðin upp á Straumnesfjall en hin liggur út Rekavíkina og má fara eftir vegi áleiðis að Grasdal. Ganga má í kringum í Rekavíkurvatn og inn á veginn aftur til baka til Látra.
Fljótavík
Frá Látrum er haldið eftir vegi sem lagður var fyrir bandaríska herinn upp á Straumnesfjall. Þegar líta getur Rekavíkur bak Látra er farið upp Grafahlíð. Þegar upp á efri-Fljótshalla er komið er vörðum fylgt yfir Tunguheiði. Fljótavíkurmegin er farið um Nónfell niður í Tungudal. Við Tungu skiptast leiðir. Önnur leiðin liggur yfir Fljótsvatn sem þarf að vaða og út að tjaldstæðinu við neyðarskýlið við Atlastaði. Hin leiðin liggur inn með vatninu að tjaldstæði við bæjarrústir Glúmsstaða.
Hesteyri um Stakkadal
Gengið er frá Látrum með stefnu á húsið í Stakkadal. Vaða þarf Stakkadalsá rétt neðan vatns. Haldið er upp úr Stakkadal á Stakkadalsfjall og vörðum fylgt að Hesteyrarskarði. Úr Hesteyrarskarði er fylgt gömlum vegi sem lagður var á síðustu árum byggðar í Sléttuhreppi. Liggur hann niður að gamla þorpinu þar sem tjaldstæði er neðan við kirkjugarðinn.
Hesteyri um Miðvík
Gengið er frá Látrum með stefnu á húsið í Stakkadal. Vaða þarf Stakkadalsá rétt neðan vatns. Ánni er því næst fylgd til sjávar og haldið fyrir Mannfjall. Haldið er upp með ánni og stíg fylgt upp í Hesteyrarskarð. Úr Hesteyrarskarði er fylgt gömlum vegi sem lagður var á síðustu árum byggðar í Sléttuhreppi. Liggur hann niður að gamla þorpinu þar sem tjaldstæði er neðan við kirkjugarðinn.
Sæból
Gengið er frá Látrum með stefnu á húsið í Stakkadal. Vaða þarf Stakkadalsá rétt neðan vatns. Ánni er því næst fylgd til sjávar og haldið fyrir Mannfjall. Vaða þarf Miðvíkurósinn og er best að finna vað við bæjarrústir Neðri-Miðvíkur. Þegar yfir ósinn er komið er haldið fram eftir fjörunni og undir Hvarfnúp. Hægt er að fara Tökin og þá þarf að klífa 4 m upp til að komast í götuna, um 40 m frá Posavogi. Þegar upp er komið er auðvelt að halda sem leið liggur niður á Þverdalssand og halda eftir honum og fara á brú yfir Staðará og eftir vegi að tjaldstæðinu á Sæbóli.