Loading...

Tjaldstæði

Tjaldstæði

Tjaldstæði voru sett upp í samstarfi landeigenda og Náttúruverndarráðs og eru flest nú í umsjón Umhverfisstofnunar.

Á flestum svæðum innan friðlandsins hafa verið útbúin tjaldstæði. Flest tjaldstæðanna eru búin kömrum en í Höfn í Hornvík, Látravík og Bolungarvík eru vatnssalerni. Rennandi vatn má finna við flest tjaldstæði. Ferðamönnum ber að tjalda á tjaldstæðum sé slíkt til staðar á jörð eða í næsta nágrenni hennar. (23. gr. laga um náttúruvernd)

Gróður innan friðlands er viðkvæmur og skal gengið um þannig að lífríki sé ekki spillt. Óheimilt er að kveikja í bálkesti á tjaldstæðum. Ekki má flytja rekavið inn á tjaldstæði og sé grjót notað til að fergja tjöld skal það fjarlægt af tjaldstæðinu þegar tjöld eru tekin niður. (4. gr. friðlýsingar og 17. og 28. gr. laga um náttúruvernd)

Óheimilt er að skilja eftir rusl eða úrgang á tjaldstæðum. (17. gr. laga um náttúrvernd)

Staðsetning tjaldstæða:

  • Hesteyri, neðan við kirkjugarð
  • Sæból, kamrar eru við Traðará og Skólann 
    Einnig fyrir Þverdal, Garða, Borg, Stað og Læk
  • Látrar við neyðarskýli
    Einnig fyrir Rekavík bak Látur, Stakkadal og Efri- og Neðri-Miðvík
  • Atlastaðir í Fljótavík, við neyðarskýli
    Einnig fyrir Tungu
  • Glúmsstaðir í Fljótavík
    Einnig fyrir Tungu
  • Hlöðuvík, við neyðarskýli við Hlöðuvíkurós
    Einnig fyrir Kjaransvík
  • Höfn í Hornvík, skammt frá neyðarskýli
    Einnig fyrir Rekavík bak Höfn
  • Horn í Hornvík, við Hornsá
  • Látravík, við Hornbjargsvita (rekið af Ferðafélagi Íslands)
  • Bjarnarnes
  • Smiðjuvík
  • Furufjörður, við neyðarskýli
  • Hrafnfjörður, við neyðarskýli
  • Einnig fyrir Álfstaði
  • Steinólfsstaðir í Veiðileysufirði, kamrar eru á Þrætuparti og á Meleyri

 

Kort Umhverfisstofnunnar af Hornstrandafriðlandi með tjaldstæðum og helstu gönguleiðum