Loading...

Gönguleiðir

Bolungavík á Ströndum

Smiðjuvík

Upp úr Bolungavík farið upp Skarðsfjall í Göngumannaskörð og niður í Barðsvík. Í fjörunni er neyðarskýli. Farið er yfir Barðsvíkurósinn rétt við bæjarstæðið og haldið upp á Smiðjuvíkurhálsinn. Þegar upp á hálsinn er komið er haldið niður í Smiðjuvíkina að tjaldstæði.

Göngumannaskörð séð frá Bolungavík
Göngumannaskörð séð frá Bolungavík

Horft yfir Smiðjuvík
Horft yfir Smiðjuvík

Hrafnfjörður

Frá tjaldstæðinu liggur leiðin um Vatnalautir og fram hjá Dvergasteinum upp á Bolungavíkurheiði. Álfstaðamegin er haldið niður með Álfstaðaá niður í Hrafnsfjörð. Fara þarf fyrir fjörðinn og vaða Skorará. Haldið er að tjaldstæði við neyðarskýli skammt innan við Hrafnsfjarðareyri. Þegar gengið er fyrir fjörðinn blasir Gýgjarsporshamar við.

Gýgjarsporshamar
Gýgjarsporshamar

Furufjörður

Gengið er út Bolunavíkina um Drangsnes, á leiðinni blasir Drangur við. Farið er inn Fururfjörðinn undir Hádegishnúk og gæta þarf að því að fara Bolungavíkurófæru á fjöru. Leiðin liggur svo áfram undir Mávabergi og yfir Bæjardalsá að tjaldstæði við neyðarskýlið í Furufirði.

Furufjörður
Furufjörður