Loading...

Gönguleiðir

Hornbjargsviti í Látravík

Hornvík um Almenningaskarð

Frá Hornbjargsvita er gengið fyrir Blakkabás, Duggholu og Trog.  Leiðin liggur upp Litlu- og Stóru-brekku í Almenningaskarð milli Skófnabergs og Dögunarfells. 

Hornbjargsviti í Látravík
Hornbjargsviti í Látravík

Frá Almenningaskarði má halda að Harðviðrisgjá og um Eilífstind fyrir Tindahvolf yfir á Múla. Þaðan má halda upp á Kastala og áfram upp á Kálfatind. Frá Múla má einnig halda niður í Miðdal og meðfram Miðdalsvatni að Jörundi. Frá Jörundi liggur leiðin um Miðdalsgjá og upp í Svaðaskarð. Úr Svaðaskarði má komast upp á einstigi sem liggur upp á Miðfellið. Úr Miðfelli má halda niður í Ystadal. Miðfellið ætt ekki að fara í fjölmennum hópum, því ætti að hlífa við göngustöfum og ekki fara um það í vætutíð. Niður úr Ystadal má ganga að Hornbæjunum og áfram að tjaldstæðinu við Horná, yfir að Höfn eða aftur að Hornbjargsvita.

Hornvík um Kýrskarð

Frá Hornbjargsvita liggur gönguleið upp í Kýrskarð. Úr skarðinu er haldið niður með Kýrá er rennur úr Kýrdalnum. Þegar komið er niður að Vatninu má vaða Kýrvaðið og halda yfir Háumela að tjaldstæðinu við Höfn.

Horft yfir Hornvík í þoku. Kýráin rennur ofan í Vatnið og þar er Kýrvað.
Horft yfir Hornvík í þoku. Kýráin rennur ofan í Vatnið og þar er Kýrvað.

Í stað þess að fara Kýrvaðið má halda út með Vatninu að Grænanesi en þar eru Steinþórsstandur og fossinn Drífandi. Leiðin liggur áfram eftir fjörunni út Hornvíkina.

Smiðjuvík

Yfir Axarfjall frá Látravík er haldið í Hrollaugsvík.

Á Axarfjalli
Á Axarfjalli

Þaðan er haldið yfir Bjarnarnes að Drífandisdal.

Horft til baka yfir gönguleiðina Hólkabætur, Bjarnarnesið skagar fram, þá Hrollaugsvík, Axarbjarg, Látravík og Hornbjarg
Horft til baka yfir gönguleiðina Hólkabætur, Bjarnarnesið skagar fram, þá Hrollaugsvík, Axarbjarg, Látravík og Hornbjarg

Þar rennur Drífandisá úr dalnum og fram af Drífandisbjarginu fellur fossinn Drífandi.

Fossinn Drífandi fellur fram af Drífandisbjargi
Fossinn Drífandi fellur fram af Drífandisbjargi

Frá fossinum er haldið eftir Smiðjuvíkurbjargi yfir í Smiðjuvík.

Smiðjuvík
Smiðjuvík