Loading...

Landvarsla

Landvarsla

Kristín Ósk Jónasdóttir
Kristín Ósk Jónasdóttir

Landverðir 2018

Sérfræðingur Hornstrandafriðlands er Kristín Ósk Jónasdóttir. Mun hún fara um svæðið og sinna landvörslu ásamt öðrum landvörðum. 

Aðrir landverðir sumarið 2018 verða þau Vésteinn Rúnarsson (6 vikur), Ragúel Hagalínson (6 vikur) og Pernilla Rein (4 vikur). 

Sjálfboðaliðar munu vinna í stígum á og við Hesteyri 16.-20. júní.

Pernilla Rein
Pernilla Rein

Tímabil landvörslu

Landvarsla hefst 7. júní og verður fram í lok ágúst. Landvarsla hefst á Látrum 7. júní og mun landvörður halda um fara um Aðalvík og halda svo á Hesteyri 10. júní. Landverðir halda svo frá Hesteyri um Hlöðuvík og koma í Hornvík 14. júní. Þaðan fer landvörður í Veiðileysufjörð 16. júní. Landverðir fara frá Bolungarvík á Strööndum 22. júní og um Smiðjuvík í Hornvík. Landvörður fer um Fljótavík 23. júní. Síðasti landvörður fer frá Hornvík 25. ágúst, frá Aðalvík 28. ágúst og Hesteyri 30. ágúst. Athugið að dagsetningar geta breyst eftir veðri og aðstæðum.

Ragúel Hagalínsson
Ragúel Hagalínsson

Staðsetning landvarða

Landverðir verða með höfuðstöðvar í Höfn í Hornvík og á Hesteyri en ganga þaðan um allt svæðið. Landvörður sem er skráður á Hesteyri sinnir jafnframt Aðalvík og Fljótavík og landvörður sem er skráður í Hornvík sinnir svæðinu alveg austur fyrir Axarfjall. Farnar verða þrjár ferðir á austurstrandirnar í sumar. Staðsetning landvarða getur breyst eftir veðri og aðstæðum.

Vésteinn Rúnarsson
Vésteinn Rúnarsson

Símanúmer og netfang

Til að ná sambandi við landverði er best að hringja í síma 591-2000 (Umhverfisstofnun) og fá samband við okkur eða hringja í GSM síma sérfræðings 822-4098. Þar sem símasamband er mjög takmarkað innan friðlandsins getur verið gott að senda SMS eða tölvupóst, hornstrandir@umhverfisstofnun.is en landverðir athuga tölvupóst reglulega.

Yfirlitsskjal yfir staðsetningu og tímabil landvörslu.