Átthagafélag Sléttuhreppinga á Ísafirði og nágrenni
Átthagafélag Sléttuhreppinga á Ísafirði og nágrenni var stofnað fyrst sunnudaginn 27.mars 1960. A stofnfundi var m.a. samþykkt „að sjóður sá er safnast hefur á undanförnum árum í sambandi við þorrablót fyrrverandi Sléttuhreppsbúa, að upphæð kr. 4.060 skyldi ganga til hins nýstofnaða félags.“
Félagið var endurstofnað þann 18. febrúar 1973 og segir í fundargerð:
„Samþykkt var stofnun félagsins. Lög sem samin höfðu verið fyrir nokkrum árum í sama tilgangi voru lesin upp og samþykkt með ýmsum breytingum. Voru fjörugar umræður um breytingarnar og var samþykkt að þetta yrðu bráðabirgðalög og að fyrsta stjórnin tæki að sér að fullkomna lögin.“
Reglugleg starfssemi félagsins felst í
- Þorrablóti félagsins
- Messuferð í Staðarkirkju í Aðalvík í samvinnu við félagið í Reykjavík
Félögin sinna í sameiningu viðhaldi á skólahúsinu á Sæbóli, kirkjunni og prestsetrinu á Stað. Félögin munu líka sinna kirkjugörðunum á Stað og Hesteyri.