Loading...

Grunnvíkingafélagið í Reykjavík

Grunnvíkingafélagið í Reykjavík

Grunnvíkingar í Reykjavík höfðu alla tíð átt mikil og góð samskipti, áður en en skipulagt félagsstarf þeirra hófst. Svo var það í janúar 1950 að bundist var samtökum um að halda skemmtun sem ættluð væri Grunnvíkingum og venslafólki þeirra. Síðan hefur þrettándagleðin (Kossaballið) verið fastur þáttur hjá Grunnvíkingum sunnanlands, en á hverri skemmtun hefur verið kosin ný skemmtinefnd fyrir næsta ár.

Þann 24. nóvember  1981 var stofnað Grunnvíkingafélag í Reykjavík. Hefur það starfað óslitið síðan.