Loading...

Stjórnunar- og verndaráætlun

Stjórnunar- og verndaráætlun

Unnið er að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum. Gildistími hennar verður 10 ár og með henni fylgir aðgerðaráætlun til 5 ára. Stefnt er að því að stjórnunar- og verndaráætlun verði tilbúin í nóvember 2017.

Úr 82. gr. laga um náttúruvernd:

„Í stjórnunar- og verndaráætlun skal m.a. fjallað um landnýtingu, landvörslu, vöktun, uppbyggingu, fræðslu og miðlun upplýsinga, verndaraðgerðir og aðgengi ferðamanna, þar á meðal aðgengi fatlaðs fólks. Ef ekki hafa verið settar sérstakar reglur um umferð manna og dvöl á viðkomandi svæði í auglýsingu um friðlýsingu er heimilt að setja slíkar reglur í stjórnunar- og verndaráætlun svo og reglur um önnur atriði er greinir í IV. kafla [um almannarétt, útivist og umgengni.]“

Umhverfisstofnun er ábyrg fyrir gerð stjórnunar- og verndaráætlunin og hefur verið stofnaður samstarfshópur sem í eiga sæti fulltrúar Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Umhverfisstofnunar.

Einnig er haft samstarf við Náttúrufræðistofnun Íslands og aðrar fagstofnanir. Aðrir hagsmunaaðilar eru m.a. ferðaþjónustan, útivistarfélög og átthagafélög.
 

Samstarfshópurinn

 • Jón Smári Jónsson formaður – Umhverfisstofnun
  Netfang: jon.jonsson@umhverfisstofnun.is - Sími 591 2000.
   
 • Erling Ásgeirsson – LSG
 • Ingvi Stígsson – LSG
  Netfang: ingvi.stigsson@gmail.com - Sími 862 0724
 • Matthildur G. Guðmundsdóttir – LSG
   
 • Gauti Geirsson – Ísafjarðarbæ
 • Gísli H. Halldórsson – Ísafjarðarbæ

Linda Guðmundsdóttir, sérfræðingur í friðlýsingarteymi Umhverfisstofnunar, og Kristín Ósk Jónasdóttir, umsjónarmaður Hornstrandafriðlands, verða samstarfshópnum innan handa.

Vorið og haustið 2017 hefur verið unnið í inngangskafla og kafla um lýsingu á svæðinu. Í nóvember eru ráðgerðir opinn fundur á Ísafirði og fundur með landeigendum í Reykjavík.


Nánari upplýsingar eru á vefsíðu á vef Umhverfisstofnunar.