Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2015

Aðalfundur Áttahagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldinn sunndaginn 11. janúar 2015, klukkan 15:00 í sal Samiðnar, Borgartúni 30, 6. hæð.


Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykkis.
3. Kosning formanns.
4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda.
5. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga.
6. Ákvörðun tekin um árgjald félagsins.
7. Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum mun Jón Björnsson, landvörður Hornstrandafriðlands, ræða við fundargesti um akstur á vélknúnum tækjum innan friðlands.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

DVD diskur til sölu

Á aðalfundinum verður til sölu diskurinn Átthagar með heimildarmynd sem tekin var 1975 í messuferð í Staðarkirkju í Aðalvík.

Nánar: slettuhreppur.is/atthagafelag_slettuhrepps/heimildamyndir/