Aðalvík - myndir frá Aðalvík (DVD diskur)

1 af 2

Guðbergur Davíðsson gaf út fyrir um 15 árum myndbönd með myndum frá Aðalvík. Guðbergur endurútgaf myndböndin fyrir nokkrum árum á DVD disk sem Átthagafélagið býður nú til sölu. Verðið er 2.500 kr. og rennur ágóðinn í kirkjusjóð átthagafélagana. Kirkjusjóðurinn fjármagnar m.a. viðhald á Staðarkirkju, prestbústaðnum og viðhaldi kirkjugarðsins. Hægt er að panta diskinn hjá stjórn Átthagafélagana: 

Efnið á disknum er:

 • Aðalvík - byggðin sem nútíminn eyddi.
  Heimildarmynd um lífið í Aðalvík á árum áður og hvernig byggðin lagðist í eyði í einni svipan
 • Við nyrstu voga
  Mynd um messuferð á Stað í Aðalvík 1994
 • Messuferð 2004
  Svipmyndir frá messuferð í tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar á Stað.
 • Frásagnir
  - Halldóra Kristinsdóttir
  - Matthildur Guðný Guðmundsdóttir
  - Þórunn Herborg Hermannsdóttir