Afmælisfagnaður Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík
Afmælisfagnaður Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík var haldinn 15. október 2010. Þar fögnuðu um 130 félagar 60 ára afmæli félagsins. Fagnaðurinn var haldinn í sal Ferðafélag Íslands. Veislustjóri var Jón Hermannsson og aðalræðumaður kvöldsins var Guðmundur Hallvarðsson sem lengi hefur verið fararstjóri FÍ á Hornströndum. Baldur Trausi Hreinsson stjórnaði skemmtiatriðum. Saga félagsins var rakin í máli og myndum af Halldóru Kristinsdóttur.
Þeir stofnfélagar sem mættu á fagnaðinn voru heiðraðir og fengu þau rauða rós í hnappagatið og mikið klapp.
Sveinn Guðmundsson mætti með kassa af 50 ára gömlum jólakortum sem seld voru á staðnum og rann ágóðinn í byggingasjóð Átthagafélagana. Að loknu borðhaldi spilaði hljómsveitin Sixties fyrir dansi.