Afmælisfagnaður Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Föstudaginn 15. október 2010 ætlar Átthagafélag Sléttuhrepps að standa fyrir afmælisfagnaði í tilefni 60 ára afmæli félagsins í sal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík.

Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Boðið er upp á þriggja rétta hátíðarkvöldverð:
Koníaksbætt humarsúpa með saffran-rjóma
Kryddjurtabakað lambaprime með rauðvíns-balsamico sósu
Suðræn ostakaka með ástríðualdin og bláberjasósu

Dagskrá
:
  • Ræðumaður kvöldsins: Guðmundur Hallvarðsson.
  • Saga félagsins rakin í máli og myndum af Halldóru Kristinsdóttur.
  • Skemmtiatriði undir stjórn Baldurs Trausta Hreinssonar.
  • Hljómsveitin Sixties spilar fyrir dansi.
Veislustjóri er Jón S. Hermannsson.Miðaverð er 7.500 kr. Stjórn Átthagafélagsins hvetur félagsmenn til að fjölmenna, taka með sér gesti og eiga góða stund með vinum og ættingjum.

Miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 13. október. Miða má panta hjá stjórn félagsins.
Hægt er að greiða miðann með því að leggja inn á reikning félagsins:
Reikningseigandi: Átthagafélag Sléttuhrepps
Kennitala. 480182-0149
Banki: Landsbankinn nr. 0116-26-3591
Vinsamlegast tilgreiðið greiðanda og sendið tölvupóst á joninav@hi.is