Afmælisfagnaður Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík
Föstudaginn 15. október 2010 ætlar Átthagafélag Sléttuhrepps að standa fyrir afmælisfagnaði í tilefni 60 ára afmæli félagsins í sal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík.Húsið opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Boðið er upp á þriggja rétta hátíðarkvöldverð:
Koníaksbætt humarsúpa með saffran-rjóma
Kryddjurtabakað lambaprime með rauðvíns-balsamico sósu
Suðræn ostakaka með ástríðualdin og bláberjasósu
Kryddjurtabakað lambaprime með rauðvíns-balsamico sósu
Suðræn ostakaka með ástríðualdin og bláberjasósu
Dagskrá:
- Ræðumaður kvöldsins: Guðmundur Hallvarðsson.
- Saga félagsins rakin í máli og myndum af Halldóru Kristinsdóttur.
- Skemmtiatriði undir stjórn Baldurs Trausta Hreinssonar.
- Hljómsveitin Sixties spilar fyrir dansi.
Miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 13. október. Miða má panta hjá stjórn félagsins.
- Sigríður Helga Sigurðardóttir, sigga@mork.is, sími: 869 7582
- Jónína Kristinsdóttir, joninav@hi.is, sími: 863 8887
- Smári Sveinsson, smari@landsbankinn.is, sími: 820 6463
- Ingvi Stígsson, ingvi.stigsson@gmail.com, sími: 862 0724
Hægt er að greiða miðann með því að leggja inn á reikning félagsins:
Reikningseigandi: Átthagafélag Sléttuhrepps
Kennitala. 480182-0149
Banki: Landsbankinn nr. 0116-26-3591
Vinsamlegast tilgreiðið greiðanda og sendið tölvupóst á joninav@hi.is