Átthagafélag Sléttuhrepps keppir við Skaftfellingafélagið 21. mars

Keppendur Átthagafélags Sléttuhrepps
Keppendur Átthagafélags Sléttuhrepps
Fimmtudaginn 21. mars keppir Átthagafélag Sléttuhrepps við Skaftfellingafélagið í spurningakeppni átthagafélagana. Fyrir hönd Sléttuhreppinga keppa Ólafur Helgi Kjartansson, Harpa Henrýsdóttir og Hjalti Magnússon.


Keppnin er haldin í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus).

Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnirnar hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og hægt verður að kaupa kaffi og gos.

Keppnir þessa kvölds eru eftirfarandi í þessari röð:

Húnvetningafélagið - Norðfirðingafélagið
Árnesingafélagið - Breiðfirðingafélagið
Skaftfellingafélagið - Átthagafélag Sléttuhrepps
Dýrfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna

 
Undanúrslitin verða 11. apríl og úrslitin verða á síðasta vetrardag, 24. apríl. Eftir úrslitin verður keppninni lokið með heilmiklu húllumhæi og dansi fram á nótt.