Leynist hjá þér eða þínum gamalt myndefni úr Sléttuhreppi?

Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík óskar eftir að fá gamlar videó-upptökur frá Sléttuhreppi. Ekki skiptir máli hvort hljóð sé á upptökunni eða ekki. Þeir sem eiga gamlar videó-uppökur eru beðnir um að setja sig í samband við stjórn félagsins, netfang: reykjavik@slettuhreppur.is.

Ef efnið er áhugavert mun Átthagafélagið semja við Myndbandavinnsluna um afritun þess á stafrænt formi. Átthagafélagið eða eigandi efnis fer þá með filmuna í Myndbandavinnsluna sem tekur afrit af henni á DV-master spólu og DVD diska. Átthagafélagið mun halda eftir DV-master spólunni og DVD disk, en eigandi filmunnar fær hana til baka og 1 DVD disk með efninu á filmunni.

Átthagafélagið mun greiða þann kostnað sem þessu fylgir.

Markmið Átthagafélagsins er að safna saman efni til varðveislu úr hinum forna Sléttuhreppi og ef nægt efni fæst gefa út DVD-safndisk með því sem markverðast er.