Messa og messukaffi Áskirkju 12. maí 2019

Hin árlega messa Átthagafélagsins verður í Áskirkju, sunnudaginn 12. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.

Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félagsmanna og ættingja.

Ræðumaður verður Sveinn Þráinn Jóhannesson frá Bólinu, Sæbóli í Aðalvík.

Kaffið kostar 1.500 kr. á mann. Vinsamlegast greiðið með reiðufé eða hafið kvittun úr heimabanka
Reikningur: 0116-26- 003591, kennitala: 480182-0149.