Þorrablót Átthagafélagana

Þorrablót Átthagafélaga Sléttuhrepps voru haldin í febrúar, í Reykjavík þann 5. og á Ísafirði þann 19. Góð mæting var á þorrablótin, 150-170 manns. Mikið fjör var og fólk skemmti sér vel.

Í Reykjavík var veislustjóri Ólöf S. Björnsdóttir. Minni karla flutti Elínborg Sigurðardóttir og minni kvenna flutti Hafsteinn Hafsteinsson. Ræðumaður kvöldsins var Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Hanna Björk Guðjónsdóttir og félagar sungu fyrir þorrablótsgesti. Dansað var undir stjórn Jóns Bjarnasonar skemmtanastjóra fram á nótt.

Á Ísafirði var veislustjóri Baldur Trausti Hreinsson. Dagný Hermannsdóttir (dóttir Veigu og Hemma Hákonar, barnarbarn
Gunnars Péturssonar) og Svanhildur Garðarsdóttir sungu fyrir þorrablótsgesti. Skemmtinefnd fór með nokkra leikþætti þar sem m.a. var farið yfir eflingu atvinnulífs og nýlegan handboltaáhuga í Sléttuhreppi. Eftir skemmtiatriði var ný skemmtinefnd kynnt og svo lék hljómsveitin Kraftlyfting fyrir dansi fram á nótt.

Fleiri myndir af þorrablótinu á Ísafirði má sjá á ljósmyndavef BB.is.