Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Þorrablót verður haldið laugardaginn 23. jan. 2010 í Vodafonehöllinni (íþróttaheimili Vals). Verð er það sama og í fyrra eða kr. 5.000.

Húsið verður opnað kl. 19:00 með fordrykk og borðhald hefst síðan kl. 20:00. Veislustjóri verður Guðríður Helgadóttir. Einar Hreinsson verður ræðumaður. Sighvatur Sveinsson leikur fyrir dansi.