Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Kæru Sléttuhreppingar 
Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps verður haldið laugardaginn 5. febrúar 2011 í sal Þróttara í Laugardal.
Verð er það sama og í fyrra eða kr. 5.000 á manninn.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til stjórnar í tölvupósti eða síma í síðasta lagi miðvikudaginn 2. febrúar.
                
Vinsamlegast greiðið með reiðufé eða hafið kvittun úr heimabanka 0116-26-003591, kt. 480182-0149 

Stjórnin hvetur fólk til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Húsið opnað kl 19:00 með fordrykk
Borðahald hefst c.a. kl 20-20:15
Formaður býður gesti velkomna og setur þorrablótið
Veislustjóri Ólöf S. Björnsdóttir tekur við
Matur
Sungið úr söngheftum
Ræðumaður kvöldsins Yrsa Sigurðardóttir
Minni karla Elínborg Sigurðardóttir, sungið á eftir Táp og fjör og frískir menn
Minni kvenna Hafsteinn Hafsteinsson, sungið á eftir Fósturlandsins Freyja
Söngatriði Hanna Björk Guðjónsdóttir og félagar
Happadrætti
Sungið meira úr söngheftum
Dans undir stjórn Jóns Bjarnasonar skemmtanastjóra

Stjórn Átthagafélagsins 2011