Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2012

Á þorrablótum Slétthreppinga er dansað fram á rauða nótt. Frá þorrablóti 2011.
Á þorrablótum Slétthreppinga er dansað fram á rauða nótt. Frá þorrablóti 2011.
1 af 3

Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldið laugardaginn 28. janúar 2012 í sal Þróttara í Laugardal. 

Verðið er kr. 5.500 á manninn. 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til stjórnar í tölvupósti, netfang reykjavik@slettuhreppur.is

Dagskrá:
Húsið opnað kl. 19:00 með fordrykk
Borðahald hefst c.a. kl. 20-20:15 
Formaður býður gesti velkomna og setur þorrablótið 
Veislustjóri Finnur Vilhjálmsson, Steinhúsinu á Sæbóli 
Matur 
Sungið úr söngheftum 
Ræðumaður kvöldsins Rannveig Guðmundsdóttir frá Sléttu, fyrrverandi þingmaður og ráðherra 
Minni karla Ingibjörg Reynisdóttir, sungið á eftir Táp og fjör og frískir menn 
Minni kvenna Þórólfur Jónsson, sungið á eftir Fósturlandsins Freyja 
Dansatriði Gabríel Eric Einarsson og Lísa Björk Ólafsdóttir 
Happadrætti 
Sungið meira úr söngheftum
Dansað með Vönum mönnum

Stjórn Átthagafélagsins 2012

Póstlisti stjórnar: reykjavik@slettuhreppur.is