Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2019

Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldið laugardaginn 2. febrúar í veislusalnum Turninum á 7. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði.
 
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til stjórnar í tölvupósti, netfang reykjavik@slettuhreppur.is, fyrir mánudaginn 28. janúar.

Verðið er kr. 8.000 á manninn. Best er að borga miðann með því að leggja inn á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149 og setja Þorrablót 2019 í skýringu.
 

Dagskrá
Húsið opnað kl. 19:00
Borðahald hefst um kl. 20-20:15

Formaður býður gesti velkomna og setur þorrablótið

Soffía Vagnsdóttir, frá Hesteyri, veislustjóri tekur við

Matur frá Múlakaffi

Sungið úr söngheftum

Ræðumaður kvöldsins, Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir,
dóttir Jakobínu Sigurðardóttur rithöfundar frá Hælavík

Minni karla. Sigrún Valgarðsdóttir
Á eftir er sungið Táp og fjör og frískir menn
 
Minni kvenna. Sveinn Þ. Jóhannesson
Á eftir er sungið Fósturlandsins Freyja

Happadrætti 
Sungið meira úr söngheftum
Plötusnúður spilar fyrir dansi fram eftir kvöldi