Vel heppnuð messuferð

Messugestir
Messugestir
1 af 27

Átthagafélag Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík stóðu fyrir messuferð í Staðarkirkju í Aðalvík 17. júlí 2010. Var margmenni í messunni, 129 skrifuðu sig í gestabókina í prestsetrinu. Séra Agnes M. Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík messaði og henni til aðstoðar var séra Hulda Hrönn Helgadóttir prestur í Hrísey. Að lokinni messu fóru kirkjugestir í prestsetrið þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Um kvöldið var brenna í fjörunni við skólann og ball í skólanum á eftir.

Félaginu hafði borist að gjöf 50 númeraðar könnur með mynd af kirkjunni. Var það Merkt ehf. sem gaf svona rausnarlega. Könnurnar voru seldar á ballinu og rann ágóðinn í kirkjusjóð Átthagafélagana. Könnur númer 1 og 50 voru boðnar upp sérstaklega.