Vinnuferð í prestbústaðinn í Aðalvík
Bygginganefnd Átthagafélagana stefnir að vinnuferð í sumar. Fyrirhugað er að sinna viðhaldi á prestbústaðnum. Félagið greiðir fyrir siglingu í og úr Aðalvík og sér um allan mat. Gist er í prestbústaðnum. Stefnt er að fyrri hluti ferðarinnar verði dagana 7.-10. júní og seinni hlutinn 14.-19. júní.
Í fyrri hlutanum verður bíslagið rifið og grafið fyrir hleðslu. Efni verður einnig flutt. Stefnt er að því að sigla í Aðalvík að morgni föstudagsins 7. júní. Til baka verður farið mánudaginn 10. júní.
Í seinni hlutanum verður hlaðið undir nýtt bíslag. Nýtt bíslag reist. Hurðir verða settar upp í baðherbergi og unnið að fleirum verkefnum. Siglt verður í Aðalvík eftir hádegi föstudaginn 14. júní og til baka 19. júní.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við Ingva Stígsson, sími: 862-0724.