Vinnuferð í prestbústaðinn í Aðalvík sumarið 2012
Á vegum Átthagafélaga Sléttuhrepps verður farið í vinnuferð í prestbústaðinn að Stað í Aðalvík. Fyrra hollið siglir frá Bolungarvík 21. júní og kemur til baka 24. júní. Seinn holið kemur í Aðalvík 22. og 24. júní og verður til 29. júní. Verður megin verkefni ferðarinnar að standsetja baðherbergi húsinu. Snyrtingin verður því flutt úr bíslaginu inn í herbergi inn af eldhúsinu. Því herbergi verður skipt niður, annars vegar fyrir sturtu og hins vegar snyrtingu.
Í vinnuferðinni verður einnig unnið að ýmsum viðhaldsverkefnum. Hleðsla í kjallara verður lækkuð og húsið látið síga aðeins til að laga til halla á gólfi í eldhúisnu. Gluggar í kirkjunni verða málaðir. Leitast verður við að ganga betur frá vatnsmálum til að tryggja nægjanlegt vatn í sturtu. Gashitari fyrir sturtu verður settur upp í bíslagi. Gengið verður betur frá umhverfi rotþróar.
Á næsta ári er áætlað að rífa bíslagið og reisa nýtt á nýrri steinhleðslu. Á næstu árum er eunnig hugað að því að mála húsið að innan og utan, sem og kirkjuna að utanverðu.