Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 15. janúar 2017

Frá aðalfundi 2017, Jónína gjaldkeri í púlti
Frá aðalfundi 2017, Jónína gjaldkeri í púlti
1 af 3

15. janúar 2017

 

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2016

 

Fundur settur kl 15:00 í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla, Reykjavík.

Fundarstjóri: Sigríður Helga Sigurðardóttir.  Ritari: Unnar Hermannsson

Stjórn mætt: Ingvi, Jónína, Unnar, Bjarney og Stefán (Íris forfölluð).

Aðrir fundargestir um 25 talsins.

 

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar

Ingvi Stígsson, formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2016. Starfsemi félagsins með hefðbundum hætti: Þorrablót, Kirkjukaffi, Messu- og vinnuferð.  Farið yfir erindi sem félaginu bárust á árinu, t.a.m. frá Þjóðminjasafni um altarisstein sem félagið samþykkti að fela Þjóðminjasafni til varðveislu.

 

  1. Endurskoðaðir ársreikningar 2016

Jónína gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins vegna ársins 2016.  199 félagar greiddu félagsgjald 2016.  Rekstur með hefðbundum hætti.  Tekjur um 200þISK umfram gjöld á árinu 2016.

 

  1. Kosning formanns

Ingvi Stígsson, sitjandi formaður endurkjörinn einróma.

 

  1. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda

Jónína, Unnar, Bjarney, Stefán og Íris endurkjörin einróma.

 

  1. Kosning 2 skoðunarmannan reikninga

Skoðunarmenn endurkjörnir.

 

  1. Ákvörðun um árgjald

Tillaga stjórnar um óbreytt árgjald kr. 2.500,- samþykkt.

 

  1. Önnur mál

    1. Ingvi:

      1. Hugleiðingar um vinnuferð sumarsins 2017.  Verður betur auglýst í vor.

      2. Ingvi: Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðlandið.  Stefnt að því að áætlunin verði klár fyrir lok árs 2017.  Nánari upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

    2. Friðrik Hermannsson frá Látrum: Þakkar stjórn starfið.  Fór yfir minninbarbrot.  Minntist á skort á salernisaðstöðu á Hornströndum.

    3. Ingvi fór yfir sögu skólanna í Sléttuhreppi.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:44.

-UH