Loading...

Átthagar

1 af 2

Sumar 2013 gaf Átthagafélag Sléttuhrepps út DVD diskinn Átthagar. Jökull Jakobsson Sigurður Sverrir Pálsson tóku upp efnið í messuferð árið 1975.

Diskurinn kostar 3.500 kr. Diskinn er hægt að kaupa með því að leggja inn á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149 Vinsamlegast sendið tilkynningu úr heimabanka á netfangið reykjavik@slettuhreppur.is. Diskurinn er afhentur gegn framvísun kvittunar um millifærslu:

 • Gróðrastöðinni Mörk, Stjörnugróf 18, opið 9-16 virka daga -  www.mork.is
 • Merkt, Faxafeni 12, opið 11-18 virka daga -  www.merkt.is.
 • Einari Hreinssyni á Ísafirði, GSM 894-6313
 • Jónínu Kristinsdóttur, Tjarnargötu 44.

Þeir sem vilja fá diskinn sendan í pósti þurfa að panta hann hjá hjá félaginu, netfang reykjavik@slettuhreppur.is

Í júlí 1975 var farin fjölmenn messuferð til Aðalvíkur í Sléttuhreppi. Með í för voru Jökull Jakobsson, rithöfundur og útvarpsmaður og Sigurður Sverrir Pálsson, kvikmyndatökumaður. Markmið þeirra var að ná viðtölum við nokkra fyrrverandi íbúa úr byggðarlaginu og forvitnast um það, hvers vegna byggðin lagðist í eyði og hvað hefði orðið um íbúana eftir brottflutninginn. 

Við sögu koma m.a.

 • Óskar Arnarson, Skáladal.
 • Jón Hermannsson, Sæbóli.
 • Ágúst Einarsson, Sæbóli og Hesteyri.
 • Rannveig J. Jónsdóttir, Efri-Miðvík.
 • Systurnar í Bóli.
 • Karvel Pálmason og Hjálmar Gíslason skemmta.
 • Ingimar Guðmundsson og Kristinn Gíslason ræða saman á Hesteyri.
 • Jón Magnússon, Stað og Sæborg, talar um Kampinn.

Auk þess er fylgst með þátttakendum í messuferðinni frá því farið var um borð í Fagranesið á Ísafirði til landtöku í Aðalvík. Einnig er fylgst með messunni, þar sem prestur var sr. Jón Thorarensen; - kirkjukaffinu með tilheyrandi söng, sem er fastur liður eftir messu; - útiskemmtun, þar sem Kristinn Kristmundsson heldur ræðu og Hjálmar og Karvel skemmta; farið er til Hesteyrar, þar sem Ingimar og Kristinn rifja upp gamla tíma í verksmiðjunni; Jón Magnússon rifjar upp samskipti sín við breska setuliðið og fl.

Lengd myndarinnar er 98 mínútur, myndhlutfall er 16:9 og hljóðið er í steríó.

Handrit, viðtöl og hljóðupptaka: Jökull Jakobsson.

Kvikmyndataka, klipping og frágangur: Sigurður Sverrir Pálsson. Ljósmyndir: Illugi Jökulsson.

Framleiðendur: Sigurður Sverrir Pálsson, Átthagafélag Sléttuhrepps, Lifandi myndir.