Loading...

Grunnvíkingafélagið á Ísafirði

Grunnvíkingafélagið á Ísafirði

Páll Friðbjarnarson
Páll Friðbjarnarson

Grunnvíkingafélag var fyrst stofnað 14. mars 1946 í Alþýðuhúskjallaranum á Ísafirði. Félagsmenn urðu 30 og fyrsti formaður þess Guðmundur G. Hrafnfjörð, og meðstjórnendur; Indriði Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Guðmundur Majasson, Guðfinnur Sigmundsson og Ragúel Hagalínsson en starfsemi félagsins lagðist fljótt niður, aðeins var haldinn einn fundur eftir stofnfundinn.

Kristín Alexandersdóttir
Kristín Alexandersdóttir

En fyrir forgöngu Páls Friðbjarnarson ásamt þeim hjónum Kristínu Alexandersdóttur og Ragnari Maríassyni var félagið endurvakið. Stofnfundur boðaður og haldinn 24. mars  1955 kl. 9 s.d. í samkomusal Norðurpólsins  við Pólgötu á Ísafirði.  Á fundinn mættu 20 manns.  Sigríður Jónsdóttir setti fundinn og skýrði tilgang hans. Til máls tóku auk Sigríðar, Kristján Guðjónsson, Kristján Friðbjörnsson, Jóhannes Jakobsson, Guðfinna Clausen, Óskar Friðbjarnarson, og Ragnar Maríasson. Ríkti mikill áhugi á fundinum á endurreisn á starfsemi félagsins. Létu allir viðstaddir skrá sig í félagið og þeir auk annarra sem fjarstaddir voru en höfðu óskað eftir inngöngu í félagið eru því stofnfélagar Grunnvíkingafélagsins á Ísafirði: 

Aðalheiður Líkafrónsdóttir

Bjarney Guðmundsdóttir

Eiríkur Friðbjarnarson

Eiríkur Guðjónsson 

Elísa Einarsdóttir 

Friðbjörn Friðbjarnarson

Gestur Loftsson 

Guðfinna Clausen 

Guðmundína Einarsdóttir

Guðmundur Pálsson

Gunnur Guðmundsdóttir

Halldóra Bæringsdóttir

Hallfríður Finnbogadóttir

Hjálmfríður Jónatansdóttir

Inga Hanna Ólafsdóttir

Jóhanna Jakobsdóttir

Jóhannes Jakobsson

Jónína Jakobsdóttir 

Júlíana Stefánsdóttir

Kári Samúelsson 

Kristján Friðbjörnsson

Kristín Alexandersdóttir

Kristján Guðjónsson

Lilja Jakobsdóttir 

Líkafrón Sigurgarðsson

Margrét Hagalínsdóttir

Óskar Friðbjarnarson

Páll Friðbjarnarson 

Ragnar Maríasson

Rósa Samúelsdóttir

Sigríður Jónsdóttir 

Sigríður Sigurðardóttir

Sólveig Pálsdóttir 

Sveinn Friðbjarnarson 

Vagn Guðmundsson

Ragnar G. Maríasson
Ragnar G. Maríasson

Í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir; formaður Ragnar Maríasson, gjaldkeri Jóhannes Jakobsson og ritari Eiríkur Guðjónsson og í varastjórn; Kristján Guðjónsson, Kristján Friðbjörnsson og Óskar Friðbjarnarson.

Jóhannes Jakobsson
Jóhannes Jakobsson

Ragnar gegndi formennsku í eitt ár en á aðalfundi 20 apríl 1956 var Kristján Guðjónsson kjörin formaður og gegndi hann formennsku í félaginu í 24 ár, allt til ársins 1979 er Hlíf Guðmundsdóttir var kjörin og var hún formaður allt til ársins 2014. Núverandi stjórn skipa  Rannveig S.Pálsdóttir formaður,Salóme Elín Ingólfsdóttir ritari,  gjaldkeri Brynjar Ingason og meðstjórnendur eru  Óskar Kárason og Elvar Ingason. Þá má nefna að Ingi Jóhannesson sat í stjórn félagsins, frá maí 1981 til ársins 2011 eða í 30 ár samfellt í stjórn þar af lengst sem gjaldkeri, auk alls konar nefndarstarfa í þágu félagsins.

Eiríkur Guðjónsson
Eiríkur Guðjónsson

Frá bókun stofnfundar má sjá að meðal markmiða félagsins hefur verið:

  • Að efla samhug og samheldni þeirra sem flytja eða flutt hafa úr hreppnum og treysta tengsl þeirra við átthagana. Að vinna að því að forða frá gleymsku og glötun þeim þjóðlegu verðmætum sem eiga rætur sínar í Grunnavíkurhreppi, s.s. með söfnun örnefna og ýmis konar sagna um einstök býli og ábúendur þeirra.
  • Að stuðla eftir megni að öllu því sem verða mætti héraðinu og þeim sem þar búa til vegsauka og hagsældar.

Eftir þessum markmiðum  hefur félagið starfað alla tíð. 

Kristján Guðjónsson
Kristján Guðjónsson

Frá því að félagið var stofnað hefur það verið vettvangur Grunnvíkinga og afkomenda þeirra til að hittast, skiptast á skoðunum og gera sér glaðan dag. Allt frá upphafi hefur árlega verið haldin árshátíð eða þorrablót og félagsmenn farið saman í sumarferðir. Í upphafi voru það rútuferðir um landið eða messuferðir til Grunnavíkur eða Furufjarðar. Eftir að félagið eignaðist gamla ungmennafélagshúsið í Flæðareyri hafa verið farnar þangað viðgerðarferðir árlega, auk þess sem átthagamót Grunnvíkinga hefur verið haldið þar fjórða hvert ár. 

Hlíf Guðmundsdóttir
Hlíf Guðmundsdóttir

Félagsmenn sáu fljótlega að ef félagið ætti að halda lífi þyrfti að leggja rækt við komandi kynslóðir og því var einn dagur á ári sérstaklega tileinkaður börnum. Það varð fyrsti sunnudagur í aðventu, en þá koma fjölskyldurnar saman, sagðar eru sögur, föndrað, sungið og spilað. Til mótvægis við barnadaginn höfum við boðið öllum félagsmönnum 70 ára og eldri í sumarkaffi á Hótel Ísafirði ár hvert. Við það tækifæri höfum við fært þeim sem orðið hafa sjötíu ára á árinu afmælisgjöf, eitthvað sem tengist heimabyggðinni. 

Ingi Jóhannesson
Ingi Jóhannesson

Stærsta verkefnið sem félagið hefur ráðist í var útgáfa Grunnvíkingabókar, sem kom út 1989. Grunnvíkingabók er í tveimur bindum. Annað bindið er saga mannlífs og sveitar í Grunnavíkurhreppi, en hitt Grunnvíkingatali ásamt myndum, en þar er getið allra þeirra sem skráðri hafa verið til heimilis í hreppnum og upplýsingar fengust um frá 1703 til þess dags er bókin kom út. Eitt af verkefnum félagsins var að koma upp útsýnisskífu á Höfða í Jökulfjörðum. Við það verk nutum við þeirra sem þekktu þarna hvern stein og hverja þúfu frá barnsárum. Það er ómetanlegt að hafa, þegar skífan var unninn, náð upplýsingum frá fólki sem fætt var og uppalið í hreppnum. Það sama gildir um Grunnvíkingabók, þar náðist í frásagnir fólks sem uppalið var á svæðinu og þekkti af eigin raun þann tíma er búið var í hreppnum.

Frá aðalfundi 2011, f.v. Hlíf Guðmundsdóttir  þáverandi formaður, Sveinbjörn Björnsson fundarstjóri, Rannveig S Pálsdóttir, Óskar Kárason og Ingi Jóhannesson.
Frá aðalfundi 2011, f.v. Hlíf Guðmundsdóttir þáverandi formaður, Sveinbjörn Björnsson fundarstjóri, Rannveig S Pálsdóttir, Óskar Kárason og Ingi Jóhannesson.