Loading...

Þjóðsögur og sagnir úr Grunnavíkurhreppi

Náttúrusteinamóðirin í Þrengslavatni

Þrengslavatn
Þrengslavatn

Í skarðinu Þrengsli upp af Barðsvík er Þrengslavatn með klettahólma á miðju vatninu. Þarna í vatninu býr náttúrusteinamóðirin. Hún kemur upp úr vatninu hverja Jónsmessunótt og hristir af sér hina göfugustu steina - gimsteina, huliðshjálmssteina og óskasteina.


Tveir menn eru sagðir hafa reynt að ná þessum steinum en báðir misstu þeir vitið við þær tilraunir.