Loading...

Þjóðsögur og sagnir úr Grunnavíkurhreppi

Sækýr á Stað Grunnavík

Úr Staðarkirkju
Úr Staðarkirkju

Séra Halldór á Stað í Grunnavík komst að því að túnin þar voru bitin á nóttunni. Brá hann á það ráð að vaka til að sjá hverjir væru að verki. Um nóttina steig flokkur sægrárra kúa á land úr sjónum, leiddar af griðungi miklum. Presturinn gerði tilraun til að verja bithaga sína, en skorti afl gegn griðungnum. Þegar líkamsaflið brást leitaði hann til æðri máttarvalda og hét því að gefa Staðarkirkju dýrgrip ef hann öðlaðist aukinn kraft. Svo varð og prestur sigraði bola. Keypti prestur þá predikunarstól fyrir andvirði mörsins sem fékkst af skepnunni.

Sr. Halldór
Sr. Halldór

Stóllinn stendur enn í Staðarkirkju og er skreyttur myndum af guðspjallamönnunum og sr. Halldóri sjálfum