Loading...

Þjóðsögur og sagnir úr Grunnavíkurhreppi

Sviðinsstaðir

Frá Hrafnfjarðareyri,Sviðinsstaðir handan fjarðar
Frá Hrafnfjarðareyri,Sviðinsstaðir handan fjarðar

Hrafn nam Hrafnfjörð og bjó að Hrafnfjarðareyri. Hrafn féll fyrir Ingólfi Sviðin og fylgjurum hans. Segir sagan að með Hrafni hafi verið tveir menn,en fjórir með Ingólfi,er þeir áttust við. Kona Hrafns  var Sigurfljóð,sem getið er í Fósbræðrasögu. Sigurfljóð er jörðuð á Hrafnfjarðareyri,heitir þar Fljóðuhóll. Sviðinsstaðir,þar sem Ingólfur Sviðin  bjó,er þeir fóstbræður Þorgeir og Þormóður drápu, og sagt er frá í Fósbræðrasögu,eru í Hrafnfirði handan við Hrafnfjarðareyri í dalverpi nokkru utar en Álfstaðir voru. Við sjóin framundan er einstakur drangur,sem heitir Sviði. Hann er sléttur ofan og sér fyrir lítilli tóft uppi á drangnum.

Munnmæli herma að Ingólfur hafi átt sökótt mjög og haft virki á drangnum. Hefur hann því torsóttur verið. Líklegast er að Sigurfljóð húsfreyja hafi leynt með vist þeirra fóstbræðra og þeir gætt svo til,að fara að Ingólfi þegar hann var heima á bæ sínum.