Fundargerð aðalfundar 13. nóvember 2011

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps – 13. nóvember 2011, kl. 15:00 í Sigurðarbúð


Formaður setti fundinn og lagði til Jósef sem fundarstjóra og Einar sem fundarritara. Það var samþykkt. Jósef tók við stjórn fundarins og var gengið til dagskrár sem var svohljóðandi.

 1. Inntaka nýrra félaga
 2. Skýrsla formanns
 3. Skýrsla gjaldkera
 4. Stjórnarkjör
 5. Kaffi
 6. Önnur mál
 1. Nýir félagar eru: Hákon Hermannsson og Brynja Huld Óskarsdóttir.
 2. Andrea flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir starfseminni á liðnu ári sem auk hefðbundinnar starfsemi einkenndist af framkvæmdum og vafstri vegna húseigna á Stað.
 3. Jón Heimir gerði grein fyrir reikningum félagsins. (sjá reikninga í fundargerðabók) Orðið var gefið laust um skýrsluna og reikningana. Til máls tók Henrý Bæringsson og vildi skila kveðju frá Bæring Jónssyni og Jónu Benediktsdóttur sem ekki komst á fundinn sökum veikinda. Henrý lýsti ánægju sinni með störf stjórnarinnar á liðnu ári og sérstaklega með framkvæmdir og kaupin á Stað. Fundarstjóri bar síðan reikninga og skýrslu undir atkvæði og þau samþykkt samhljóða.
 4. Stjórnarkjör. Kosning formanns. Andrea Harðardóttir var endurkjörin með lófataki. Stjórnar– og varamenn voru einnig endurkjörnir með lófataki. Kosning skoðunarmanna reikninga. Ardís Gunnlaugsdóttir baðst undan endurkjöri og í hennar stað var Jóhanna Oddsdóttir kosin með lófataki. Magnús Reynir Guðmundsson var einnig endurkjörinn með þeirri aðferð.

  Fundarstjóri bauð síðan til kaffis (dagskrárliður 5.)
   
 5. Kaffi.
 6. Undir liðnum önnur mál, tók til máls Halldór Antonsson og kvaðst vera með nokkur lausafög úr kirkjunni (gömul) og bauð félagsmönnum að hirða úr þeim áður en þeim verður hent.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16:00.