Aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps frestað aftur

Aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps hefur verið frestað enn á ný. Upphaflega stóð til að halda hann í lok maí. Vegna Covid19 var honum frestað til 3. september, en nú hefur stjórn ákveðið að fresta honum aftur. 

 

Verður aðalfundurinn boðaður með tveggja vikna fyrirvara þegar ástandið fer að batna.