Loading...

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2023

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn miðvikudaginn 31. maí kl. 20 í sal Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík, Flugvallarvegi 7, 102 Reykjavík. Salurinn er á 1. hæð og eru bílastæði fyrir framan hús. Húsið er miðja vegu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða.

 Dagskrá er skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2021

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn mánudaginn 31. maí kl. 20 í sal Flugvirkjafélags Íslands, Borgartúni 22. Salurinn er á 3. hæð og er lyfta í húsinu.

Dagskrá er skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

Endurskoðun á sérreglum Hornstrandafriðlands

Umhverfisstofnun áformar að leggja fram tillögur að breytingum á tveimur af 15 sérreglum sem settar eru fram í stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Hornstrandir sem kom út árið 2019.

Annars vegar á sérreglu 2 sem fjallar um kvikmyndatöku og ljósmyndun. Áformað er að bæta við færa umsóknarfrest um drónaflugs og kvikmyndatöku þannig að hann verði 30. mars ár hvert í stað 30. maí. Sem og takmarka fjölda leyfa í myndatöku við greni í Hornvík við 2 leyfi.

Hins vegar er lögð til breyting á sérreglu 10 um lendingar á flugvélum. Með breytingu er skýrara að landeigendur eru undanskildir banni við lendingum á eigin landi. Setningin „Landeigendum er heimilt að lenda á sínu landi.“  verður „Undanskilið banninu eru ferðir
landeiganda sem lenda á sínu landi eða eða aðila á þeirra vegum sem sinna eftirliti og viðhaldi eigna eða flutningi á vistum og birgðum vegna nýtingar og viðhalds eigna.


Sjá nánar bréf til landeigenda

Nánar ›

Aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps frestað aftur

Aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps hefur verið frestað enn á ný. Upphaflega stóð til að halda hann í lok maí. Vegna Covid19 var honum frestað til 3. september, en nú hefur stjórn ákveðið að fresta honum aftur. 

 

Verður aðalfundurinn boðaður með tveggja vikna fyrirvara þegar ástandið fer að batna.

Tillögur lagabreytinganefndar um breytingum á lögum LSG

Lagabreytinganefnd hefur lagt fram tillögur um breytingar á lögum LSG.

Tillögurnar varða

  • 3. gr. um að skýra hvaða hagsmuni félagið eigi að gæta
  • 4. gr. um félagsfundi
  • 5. gr. um aðalfundi
  • 6. gr. um lögmæti aðalfundar
  • Færa efni 7. gr. um boðun funda í 4. og 5 gr.
  • 7. gr. (áður 8. gr.) um fundarstjóra
  • 9. gr. (áður 10. gr.) færa texta um lagabreytingar úr greininni
  • 10. gr. (áður 11. gr.) um að félagsmenn séu ábyrgir fyrir að tilkynna breytingar á heimisfangi, netfangi og símanúmeri
  • 11. gr. (áður 12. gr.) um að fundirgerðir skuli birtar á heimasíðu félagsins
  • 12. gr. (áður 13. gr.) um skipan og kosningu stjórnar. Hluti stjórnar kosin á oddatölu ári og hinn hluti á ári sem endar á jafnri tölu. Ekki gerð krafa um að 3 stjórnarmenn komi frá Reykjavík og 2 frá Ísafirði.
  • 13. gr. (ný grein) Framboðsfrestur verði til 15. apríl og í aðalfundarboði komi fram hverjir gefi kost á sér.
  • 14. gr. breyting á félagaskrá
  • 15. gr. um slit á félaginu.

Breytingarnar má sjá í skjali lagabreytinganefndar.

 

Lagabreytinganefnd skipuðu Finnbjörn Hermannsson, Erling Ásgeirsson og Jakob Falur Garðarsson.

Aðalfundur og kynningarfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps

Kynningarfundur 16. maí

Kynningarfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn 16. maí kl. 17 í sal Flugvirkjafélags Íslands í Borgartúni 22. Á fundinum verður m.a. farið yfir

  • Stöðu þjóðlendumála
  • Skipulagsmál, núgildandi aðalskipulag rennur út 2020
  • Stjórnunar- og verndaráætlun

Aðalfundur 23. maí

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn fimmtudaginn 23. maí kl. 20.00 í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 - gengið inn frá Ármúla

Dagskrá er skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

Tillögur til lagabreytinga frá lagabreytinganefnd verða settar á vef félagsins viku fyrir aðalfund.

Frestur til að senda ábendingar vegna stjórnunar- og verndaráætlunar rennur út 17. júlí

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnar, landeigenda og sveitafélags unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. Drög að áætluninni hafa legið fram til kynningar síðustu vikur.

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum er til 17. júlí nk. Hægt er að skila inn athugasemdum á heimasíðu stofnunarinnar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Þórdís Björt Sigþórsdóttir, thordis.sigthorsdottir@umhverfisstofnun.is eða Kristín Ósk Jónasdóttir, kristin.jonasdottir@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Í nóvember voru haldnir opnir fundir á Ísafirði og fundur með landeigendum í Reykjavík um stjórnunar- og verndaráætlun. Samantekt frá samráðsfundum.

Nánar ›

Sléttu- og Grunnavíkurhreppur í Vestfjarðarriti VI

Björgvin Bjarnason óskar eftir myndum af bæjum og bæjarstæðum og aðstoð við skrif um hreppana. Meðfylgjandi er erindi Björgvins:

Ágætu Sléttuhreppingar og Grunnvíkingar

Undirritaður hefur tekið að sér fyrir Búnaðarsamband Vestfjarða að hafa umsjón með útgáfu Vestfjarðarits VI sem á að ná yfir Norður-Ísafjarðarsýslu. Áformað er að bókin verði með svipuðu sniði og bækurnar um Vestur-Ísafjarðarsýslu og Austur- og Vestur-Barðastrandasýslur. Í upphafi almennur kafli um sýsluna í heild en síðan sér kafli um hvern hinna 9 hreppa sem voru á svæðinu.

Í upphafi kaflans um hvern hrepp verði stutt ágrip um hreppinn ca. 2-5 bls. En síðan verði litmynd, helst nýleg, af hverjum bæ eða bæjarstæði ásamt myndum af síðust ábúendum eða þeim sem lengi hafa búð ef myndir verða tiltækar. Þá veður mjög stutt lýsing á staðsetningu jarðarinnar og síðan yfirlit yfir ábúendur á 20 öldinni.

Mikið af þeim heimildum sem vantar eru tiltækar í Sléttuhreppur áður Aðalvíkursveit.

Það sem undirritaðan vantar eru nýjar eða nýlegar litmyndir af bæjum og bæjarstæðum og aðstoð við yfirferð og/eða skrif um hreppinn og ábúendur.

Með von um að einhver sé fús til aðstoðar sendi ég þetta bréf.

Björgvin Bjarnason
s. 8440179 bb@bolungarvik.is