Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir tillögur að breytingum á Hornstrandafriðlandi
Undanfarið hafa verið umræður um umferð vélknúinna farartækja innan friðlandins á Hornströndum. M.a. bréf Sigurðar Jónssonar til bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar. Í framhaldinu áttu fulltrúar Ísafjarðarbæjar símafund með fulltrúum Umhverfisstofnunar og á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 12. maí var samþykkt að leggja til breytingar á auglýsingu um friðlandið á Hornströndum. Tillögurnar ganga út á að stækka það svæði undan landi þar sem leyfi Umhverfisstofnunar þarf til vegna Mannvirkjagerðar, skerpa á banni við notkun vélknúinna farartækja án leyfis Umhverfisstofnunar og banna flug undir 3.000 fetum, þó megi nota merkta lendingastaði.
Nánar ›