Árskýrsla Hornstrandafriðlands 2013

Hesteyrarfjörður í júní 2013
Hesteyrarfjörður í júní 2013
1 af 2

Í ársskýrslu Hornstrandafriðlands er farið yfir helstu tíðindi ársins 2013. Þar er farið yfir veðurfar, störf og verkefni og ferðamannafjölda.

Snjór var lengi að taka upp enda hafði snjóað mikið um veturinn. Fáir voru á ferð um friðlandið fyrra hluta sumars og haustlægðir í ágúst fældu ferðamenn frá. Fjöldi ferðamanna var um 6.000 sem er svipað og undanfarin ár. Þó urðu breytingar milli hópa. Dagsferðamönnum frá skemmtiferðaskipum fjölgaði en aftur varð fækkaði þeim sem nýta sér sumarhús í friðlandinu.

Mikið var unnið í friðlandinu á vegum Hornstrandastfou. það voru sjálfboðaliðar sem lögðu til um 60% vinnutímans sem í heild var 43 vinnuvikur. Stærsta verkefnið var endurhleðsla á hrundum vörðum frá Hesteyri yfir í Kjaransvíkurskarð. Landvarðavikur voru aðeins fjórar sem er fækkun frá síðasta ári, hins vegar unnu tveir sjálfboðaliðar sambærileg störf.

Árskýrsla Hornstrandafriðlands 2013