Skýrsla stjórnar LSG fyrir tímabilið 25.05.2009 – 30.05.2011.
Skýrsla stjórnar Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps flutt á aðalfundi 30. maí 2011
Nánar ›Fundargerð aðalfundar Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 30. maí 2011
Aðalfundur LSG var haldinn 30. maí. Dagskrá var skv. lögum félagsins. Gestur fundarins var Jón Björnsson landvörður í Hornstrandafriðlandi og flutti hann erindi um störf landvarðar.
Nánar ›Skýrsla Þorvarðs Jónssonar um Samtök eigenda sjávarjarða, SES
Þorvarður Jónsson flutti aðalfundi LSG skýrslu um Samtök eigenda sjávarjarða
Nánar ›Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps
Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn mánudaginn 30. maí. kl. 17.00 í húsnæði Nýherja að Borgartúni 37. Dagskrá skv. lögum félagsins:
- Skýrsla stjórnar.
- Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
- Lagabreytingar.
- Stjórnarkjör.
- Kjör tveggja endurskoðenda til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
- Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
- Önnur mál.
Tillaga til breytinga á lögum félagsins, ný 15. grein:
Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi félagsins og þarf samþykki ⅔ fundarmanna. Eignir félagsins við slit þess skulu renna til bygginga- og viðhaldssjóða átthagafélaga í Sléttu- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu með það að markmiði að viðhalda húsum, kirkjum og kirkjugörðum i þeirra eigu eða umsjá.
Vefur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps
Landeigendafélagið hefur opnað vef með upplýsingum um félagið. Veffangið er www.hornstrandir.is.
Landeigendafélagið er í samstarfi með Átthagafélögum Sléttuhrepps í Reykjavík og á Ísafirði um vefsvæði. En átthagafélögin nota veffangið www.slettuhreppur.is til að vísa á sama vef.
Á vefnum eru upplýsingar um félagið, s.s. stjórnarmenn, lög félagins, fréttir frá félaginu. Þá er skráningarsíða fyrir nýja félagsmenn og hægt er að senda stjórn fyrirspurn. Þarna eru einnig upplýsingar um Hornstrandanefnd sem er ráðgjafanefnd um málefni friðlandsins, en í henni eiga sæti fulltrúar Landeigendafélagins, Ísafjarðarbæjar og Umhverfisstofnunar.
Skýrsla stjórnar fyrir tímabilið 14.11.2008 – 25.5.2009
Skýrsla stjórnar Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps flutt á aðalfundi 25. maí 2009.
Nánar ›