- Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps
- 06.06.2014
Jón Björnsson landvörður flaug með Herði Ingólfsyni norður í Hornvík í dag, föstudaginn 6. júní. Horníkin er mjög blaut og hluti tjaldsvæðisins er undir vatni. Hafnarskarð, Kjaransvíkurskarð og Þorleifsskarð eru öll fær en brattir snjóskaflar í þeim. Mjög mikið vatn er í öllum ám enda leysir snjó hratt. Hafnarósinn var langt yfir bakka sýna við Kýrvað. Allur innri hluti Fljótavíkur er undir snjó og krapi á vatninu. Talsverður snjór er í innvíkum að norðanverðu og allt niður að láglendi í Hornvík. Aurskriður geta auðveldlega farið af stað þegar hlánar.
Nánar ›