Vörðuviðhald á Innri Hesteyrarbrúnum

Vörðuhópurinn galvaski
Vörðuhópurinn galvaski
1 af 5

Sumarið 2013 fór fram viðhald á vörðum á Innri Hesteyrarbrúnum. Fékkst styrkur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verksins. Sjálfboðasamtök Umhverfisstofnunar útveguðu 6 erlenda sjálfboðaliða til verkefnsins. Kristín Auður Elíasdóttir, skrúðgarðyrkjufræðingur, sérfræðingur í grjóthleðslu stjórnaði og hafði faglega umsjón með verkefninu.

 

Ástand varða var misjafnt. Um fimmtungur var í góðu lagi, fimmtungur þarfnaðist lagfæringar, þriðji fimmtungurinn var hálffallinn en tveir fimmtu varða var alveg fallinn. Þær vörður sem höfðu fallið stóðu yfirleit á jarðveg sem frost gat valdið hreyfingum á. En þær sem stóðu á góðu undirlagi, svo sem stórum steinum, voru í góðu eða upprunalegu ástandi.

 

Hópurinn hóf störf á Ísafirði 20. júlí og undirbjó verkefnið og skoðaði myndir af vörðum. Daginn eftir var siglt norður á Hesteyri. Verkinu lauk 3. ágúst. Voru 27 vörður endurgerðar frá grunni og 9 voru hálffallnar og 10 lagaðar. Alls var því unnið við 46 vörður. 16 vörður voru heilar og þörfnuðust ekki viðhalds. En 11 vörður standa eftir og þarfnast enn viðhalds.

 

Leiðin er nú almennt með áberandi vörðum sem auðveldar rötun á Innri Hesteyrabrúnum.

 

 

Ítarlegri frásögn og myndir af öllum vörðum má finna í skýrslu landvarðar um verkefnið