Tillögur lagabreytinganefndar um breytingum á lögum LSG
Lagabreytinganefnd hefur lagt fram tillögur um breytingar á lögum LSG.
Tillögurnar varða
- 3. gr. um að skýra hvaða hagsmuni félagið eigi að gæta
- 4. gr. um félagsfundi
- 5. gr. um aðalfundi
- 6. gr. um lögmæti aðalfundar
- Færa efni 7. gr. um boðun funda í 4. og 5 gr.
- 7. gr. (áður 8. gr.) um fundarstjóra
- 9. gr. (áður 10. gr.) færa texta um lagabreytingar úr greininni
- 10. gr. (áður 11. gr.) um að félagsmenn séu ábyrgir fyrir að tilkynna breytingar á heimisfangi, netfangi og símanúmeri
- 11. gr. (áður 12. gr.) um að fundirgerðir skuli birtar á heimasíðu félagsins
- 12. gr. (áður 13. gr.) um skipan og kosningu stjórnar. Hluti stjórnar kosin á oddatölu ári og hinn hluti á ári sem endar á jafnri tölu. Ekki gerð krafa um að 3 stjórnarmenn komi frá Reykjavík og 2 frá Ísafirði.
- 13. gr. (ný grein) Framboðsfrestur verði til 15. apríl og í aðalfundarboði komi fram hverjir gefi kost á sér.
- 14. gr. breyting á félagaskrá
- 15. gr. um slit á félaginu.
Breytingarnar má sjá í skjali lagabreytinganefndar.
Lagabreytinganefnd skipuðu Finnbjörn Hermannsson, Erling Ásgeirsson og Jakob Falur Garðarsson.